fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Stríðið í Úkraínu getur valdið matarskorti víða um heim

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 15:30

Hveiti er mikilvæg fæða milljarða jarðarbúa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifa stríðsins í Úkraínu mun gæta langt út fyrir landamæri landsins og raunar langt út fyrir Evrópu. Úkraína er einn stærsti framleiðandi sólblómaolíu og hveitis í heiminum. Úkraínsk stjórnvöld segja að stríðið geti valdið miklum matvælaskorti í Miðausturlöndum.

Ef svo fer gæti það hrundið af stað bylgju flóttamanna sem leita til Evrópu sem á nú þegar fullt í fangi við að taka á móti milljónum flóttamanna frá Úkraínu.

Á fundi þings ESB í gær sagði Roman Leshchenko, landbúnaðarráðherra Úkraínu, að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, væri á góðri leið með að valda „hungurfellibyl“ sem muni hrinda af stað nýrri bylgju flóttamanna frá löndum á borð við Egyptaland, Jemen, Sýrlandi, Túnis og Líbanon. Leshchenko tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Hann sagði að úkraínskur landbúnaður eigi sinn þátt í að brauðfæða 400 milljónir manna en það geti hann ekki nú vegna stríðsins. „Eftir nokkra mánuði mun Pútín hafa ýtt milljónum manna út á hengiflug þess að geta lifað af. Það mun skapa hættusvæði í Miðausturlöndum og það er einmitt það sem hann vill,“ sagði hann.

Með orðinu hættusvæði á hann við svæði þar sem matvælaskortur og hækkandi verð geta valdið miklum vanda og flóttamannastraumi.

Hann sagði að Úkraína geti ekki lengur flutt út vörur á borð við hveiti, mjólk og sólblómaolíu. Akrarnir séu skemmdir og Rússar skjóti á útflutningshafnirnar. Ekki sé hægt að flytja matvæli flugleiðis á meðan stríð geisar og vegir landsins séu fullir af flóttafólki og því ekki hægt að nota þá til matvælaflutninga.

Hann hvatti ESB til að slíta öllum tengslum við rússnesk fyrirtæki til að auka þrýstinginn á Pútín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“