fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Líkkistubirgðir í landinu á tæpasta vaði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar annir hafa verið hjá útfararstofum, prestum og öðrum þeim sem koma að jarðarförum að undanförnu. Erfitt hefur verið að komast að í kirkjum og birgðir af einstaka gerðum líkkista hafa klárast hjá sumum útfararstofum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að útfararstofurnar hafi aðstoðað hver aðra þannig að ekki hafi hlotist stór vandræði. Stórar sendingar af líkkistum eru að koma til landsins þessa dagana.

Guðný Hildur Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, staðfesti við Morgunblaðið að mikið hafi verið að gera í febrúar og mars og Frímann Andrésson, útfararstjóri hjá Frímanni og Hálfdáni útfararþjónustu, tók í sama streng og nefndi síðustu tvær til þrjár vikur sérstaklega í þessu sambandi.

Hvorugt þeirra gat sagt til um ástæðuna fyrir mörgum dauðsföllum þessa dagana en Frímann benti á að dánartíðnin sveiflist yfir árið. Þau treystu sér ekki til að tengja annríkið nú við dauðsföll af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“