fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Heiða Lára ráðin mannauðsstjóri Klappa

Eyjan
Þriðjudaginn 22. mars 2022 10:55

Heiða Lára Heiðarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Lára Heiðarsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa grænna lausna.

Heiða Lára gegndi áður starfi mannauðsstjóra hjá Benchmark Genetics og þar áður var hún mannauðsstjóri hjá Marorku.

Grænar lausnir Klappa miða meðal ann­ars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveit­ar­fé­lögum og stofn­unum að byggja upp inn­viði á sviði upp­lýs­inga­tækni til að takast á við miklar áskor­anir sem framundan eru í umhverf­is­mál­um, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr meng­un.

Fyrirtækið hefur vaxið mjög mikið á síðustu tveimur árum og eru nú með yfir 300 íslenska hlutahafa og rúmlega fjögur þúsund notendur í yfir 20 löndum nýta lausnir félagsins. Klappir stofnuðu á dögunum dótturfélagið Klappir Nordic ApS og opnuðu skrifstofu við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

,,Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi fagfólks að áframhaldandi uppbyggingu Klappa með sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi,“ segir Heiða Lára.

,,Við bjóðum Heiðu Láru velkomna til okkar og erum viss um að hún mun styrkja þann góða hóp starfsmanna sem fyrir er hjá Klöppum. Í upphafi voru Klappir eingöngu hugmynd að því sem koma mætti í framkvæmd með samstilltu átaki fjölmargra hagaðila sem deildu sömu sýn. Í dag erum við drifkraftur í sjálfbærnimálum á Íslandi. Hundruð fyrirtækja vinna með hugbúnaðarlausnir Klappa og nýta þær til að ná árangri í sjálfbærni. Þá er stafrænt vistkerfi okkar farið að teygja sig út fyrir landsteinana. Það eru mjög spennandi tímar framundan,“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast