BBC segir að auk þess hafi komið fram í fréttinni að 16.153 hafi særst. Vitnaði blaðið í upplýsingar frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.
En skömmu síðar var tölunum breyt. Vladimir Sungorkin, ritstjóri blaðsins, sagði í samtali við BBC að tölvuþrjótar hefðu verið að verki. Hann vildi ekki skýra þetta nánar og sagðist birta skýringu á þessu síðar.
Þetta er mun meira mannfall en rússnesk yfirvöld hafa skýrt frá en síðustu tölur frá þeim eru frá því 2. mars en þá sögðu þau að 498 hermenn hefðu fallið. Úkraínsk stjórnvöld segja hins vegar að rúmlega 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið. Bandarísk yfirvöld telja að um 7.000 rússneskir hermenn hafi fallið en það er varfærið mat.