fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Kastljós fékk óvæntan liðsauka – „Sannur heiður á þessum degi að sýna viðtalið sem Finnbogi tók fyrr í dag“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. mars 2022 20:36

Skjáskot RUV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er alþjóðlegur dagur fólks með Downs´s heilkennið. Af því tilefni fékk Kastjós á RUV til sín sérstakan gest til að taka viðtal. Það var enginn annar en Finnbogi Örn Rúnarsson sem er með Down´s.

Hann heldur úti bæði Facebooksíðu og Instagramreikningi undir yfirskriftinni Fréttir með Finnboga. Þar fjallar Finnbogi um daglegt líf í Hafnarfirði þar sem hann er búsettur en hann er ennfremur í 6. sæti á lista Vinstri grænna í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss.

Sannur heiður fyrir Kastljós

Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, sagði að þau hefðu leitað til Finnboga og spurt hvort hann vildi taka viðtal fyrir þáttinn. Finnbogi hafi þá viljað taka viðtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stuðning íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. „Það er okkur sannur heiður á þessum degi að sýna viðtalið sem Finnbogi tók fyrr í dag,“ sagði Baldvin þegar hann kynnti innslagið með Finnboga og Katrínu.

Finnbogi benti á að reglulega bærust hræðilegar fréttir af fötluðu fólki sem er fætt í Úkraínu. Katrín sagði að íslensk stjórnvöld væru að taka á móti flóttafólki en leggi líka til fjárframlög til að hjálpa fólki að komast sjálfu burt. Hún benti einnig á að utanríkis- og félagsmálaráðherra hér á landi hefðu fengið áskorun frá ýmsum félagsamtökum sem starfa í þágu fatlaðs fólks, til að mynda Þroskahjálp og NPA miðstöðinni, og að það sé í skoðun hvað sé hægt að gera sérstaklega fyrir flóttafólk sem er með fötlun.

Sama þjónusta og öll önnur börn eiga rétt á

Katrín sagði að verið sé að undirbúa opnum móttökumiðstöðvar sem allt flóttafólk getur leitað til. Þar verði fólki vísað í viðeigandi úrræði, til dæmis þannig að börn komist í skóla og að fatlað fólk fái aðstoð við hæfi.

Finnbogi spurði Katrínu þá sérstaklega hvaða þjónustu fötluð börn komi til með að fá, og sagði Katrín að fötluð börn sem hingað koma eigi rétt á nákvæmlega sömu þjónustu og öll önnur börn á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök