fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Rússar klæðast Úkraínsku fánalitunum í geimnum – ,,Er gul sól á bláum himni yfirlýsing?“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 20. mars 2022 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli þegar rússnesku geimfararnir Oleg ArtemyevDenis Matveyev og Sergey Korsakov, lentu í Alþjóðlegu geimstöðinni síðastliðinn föstudag, íklæddir Úkraínsku fánalitunum, gulu og bláu. Í stöðinni biðu tveir aðrir Rússar, fjórir Bandaríkjamenn og Þjóðverji, sem allir tóku eftir litasamsetningunni.

Rússnesk geimferðaryfirvöld hafa aftur á móti alfarið hafnað þeirri kenningu að með litunum séu geimfararnir að sýna Úkraínu stuðning. Í yfirlýsingu sem stofnunin birti segir að ,,það séu engin falin skilaboð í búningunum.“ Ennfremur segir: ,,Litur er bara litur. Litirnir hafa engin tengsl við Úkraínu. Ef svo væri þyrftum við að líta á gula sól á bláum himni sem einhvers kona yfirlýsingu.  Jafnvel úti í geimi stöndum við sameinaðir með forseta vorum og þjóð“.

Geimfarinn Oleg Artemyev sagði í myndsímaviðtali í gær að teymið hefði valið litina fyrir hálfu ári og væri um að ræða einkennisliti Bauman Tækniháskólans í Moskvu, þaðan sem þeir allir útskrifuðust.  Upphaflega sagan að baki litavalsins var þó aðeins önnur. Þegar Artemyev var spurður af Bandaríkjamönnunum og Þjóðverjanum um litavalið við komuna sagði Artemyev ástæðuna einfaldlega þá að of mikið gult efni hefði verið til og þeir félagar beðnir um að losa lagerinn.

Margir hafa talið að áratugalöng friðsamlega geimferðasamvinna Rússa við aðrar þjóðir muni hverfa í kjölfar árásarinnar á Úkraínu. Dmitry Rogozin, yfirmaður geimferðarstofnunarinnar Roscosmos, hefur sagt Bandaríkjamenn muni þurfa að fljúga á ,,kústum“ án samvinnu við Rússa.

Bil Nelson, stjórnandi bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA, sagðist í samtali við The Guardian að hann hefði ekki miklar áhyggjur. ,,Þetta er bara Dmitry RogozinHe blæs reglulega út. En þegar upp er staðið vinnur hann alltaf með okkur. Þeir borgarar sem starfa innan geimferðastofnunarinnar eru fagfólk. Þarna uppi erum við samstarfsfólk, við erum öll vinir í geimnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök