fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Orðrómur um að besta leyniskytta heims hafi fallið í Úkraínu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. mars 2022 13:00

Wali með félögum sínum fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir fjölmiðlar greindu frá því að ein besta leyniskytta heims hélt til Úkraínu í byrjun marsmánaðar til að berjast með úkraínska varnarliðinu gegn innrásarliði Rússa. Þetta var Kanadamaður sem gengur undir viðurnefninu Wali sem dregið er af arabíska orðinu fyrir vernd.

Nú er hins vegar orðrómur um að Wali hafi fallið í valinn aðeins nokkrum dögum eftir að hann kom til Úkraínu. Orðrómar um dauða hans fóru á flug fyrir tæpri viku  en ekki hefur verið hægt að staðfest enn hvort Kanadamaðurinn sé lífs eða liðinn. Hefur því verið haldið fram að hann hafi fallið nærri borginni Mariupol þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir undanfarna daga.

Leyniskyttan Wali

Spænski miðillinn Marca greinir frá þeim orðrómi að Wali hafi fyrir mistök sent út staðsetningu sína sem Rússar hafi komist yfir og varpað sprengjum á svæðið. Er leitt að því líkum í umfjölluninni að Wali hafi reynslu af því að berjast gegn mun frumstæðari andstæðingum í Afghanistan og Írak og það geti skýrt mistökin.

Hins vegar eru margir sem vilja ekki afskrifa Wali enn. Á samfélagsmiðlum eins og Reddit og Twitter er bent á að engin staðfesting á dauða Wali liggi fyrir og ekki sé hægt að útiloka að um áróður Rússa sé að ræða. Wali sé í raun mikilvægt skotmark fyrir rússneska herinn enda myndi dauði hans mögulega letja aðra sjálfboðaliða til þess að aðstoða Úkraínumenn.

Sjá einnig: Ein besta leyniskytta heims er komin til Úkraínu „Ég varð að fara“

Það sem veldur stuðningsmönnum Wali hins vegar áhyggjum er að hann hefur ekkert látið vita af sér á samfélagsmiðlum í tæpa viku. Kanadamaðurinn heldur úti vefsvæði á Facebook sem heitir La Torche et l’Épée á frönsku sem myndi útleggjast sem Kyndillinn og sverðið. Þar hefur hann sent inn stuttar hugleiðingar um veru sína í Úkraínu nánast daglega frá því að þátttaka hans í stríðinu hófst.

Síðasta færsla hans var 14. mars síðastliðinn en þar virðist Wali vera meðvitaður um orðrómana um dauða sinn en fullvissar fylgjendur sína að hann sé á öruggu svæði og sé fjarri Mariupol. Nú eru hinsvegar liðnir sex dagar síðan án þess að nokkuð hafi heyrst og því eru fylgjendur hans farnir að örvænta. Það þarf ekki að koma á óvart að menn séu kannski ekki að vafra um á Facebook í miðjum stríðsátökunum en sumir benda á að Wali hafi verið meðvitaður um orðróminn og myndi því reyna að blása á hann ef færi gefst.

Ekkert hefur spurst til Wali á samfélagsmiðlum í tæpa viku

Þegar Wali ákvað að berjast í Úkraínu þá gekk hann til liðs við Norman-herfylkið sem er einskonar deild utan um kanadíska sjálfboðalið. Í gær birtist færsla á Facebook-síðu herfylkisins þar sem fram kom að Wali hafi sagt skilið við herfylkið í ljósi þess að vera hans þar hafi orsakað fjölmiðlasirkus og stofnað öðrum liðsmönnum í hættu. Þá hafi hann ekki hlýtt fyrirmælum stjórnenda um að hafa sig lítið í frammi á samfélagsmiðlum og varðandi fjölmiðla. Í færslunni er því vísað á bug að Wali hafi fallið í Mariupol en að liðsmenn Norman-herfylkisins hafi síðast verið í sambandi við leyniskyttuna þann 15.mars síðastliðinn.

Wali heitir réttu nafni Oliver Lavigne-Ortiz og er frönskumælandi Kanadamaður frá Qeubec-héraði. Hann er fertugur að aldri og á eiginkonu og ungan son í Kanada. Hann barðist með kanadíska hernum í Afganistan 2009 og 2011 og fór einnig á eigin vegum til Íraks árið 2015 til þess að berjast með Kúrdum gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Þar má segja að frægðarsól hans hafi risið en þær sögur kvisuðust út að hann hafi fellt allt að fjörtíu vígamenn ISIS á einum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io