Fyrstu tölur liggja nú fyrir í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjörfundi lauk kl.18.00 fyrr í kvöld og liggur fyrir að kjörsókn hafi verið afar góð. Alls greiddu yfir 5.5450 manns atkvæði í prófkjörinu samanborið við 3.885 greidd atkvæði í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar.
Alls voru 26 einstaklingar í framboði og þar af tveir sem sóttust eftir oddvitasætinu, borgarfulltrúinn Hildur Björnsdóttir og varaborgarfulltrúinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir.
Atkvæði skiptust þannig hjá ellefu efstu
1. Hildur Björnsdóttir – 2.603 atkvæði í 1.sæti
2. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir – 2.257 atkvæði í 1-2. sæti
3. Kjartan Magnússon – 1.815 atkvæði í 1-3.sæti
4. Marta Guðjónsdóttir – 1.794 atkvæði í 1-4.sæti
5. Björn Gíslason – 1.555 atkvæði í 1-5.sæti
6. Friðjón R. Friðjónsson – 1.688 atkvæði í 1-6. sæti
7. Helgi Áss Grétarsson – 1.955 atkvæði í 1-7. sæti
8. Sandra Hlíf Ocares – 2.184 atkvæði í 1-8. sæti
9. Jórunn Pála Jónasdóttir – 2.396 í 1-9.sæti
10. Birna Hafstein – 2.319 atkvæði í 1-9.sæti
11. Valgerður Sigurðardóttir – 2.231 atkvæði í 1-9.sæti