fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Kaupin á „óvenju glæsilegri“ arkitektahöll í Mosfellsbæ breyttust í martröð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2022 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur felldi í dag dóm í máli sem varðar „óvenju glæsilegt og frábærlega hannað“ einbýlishús í Mosfellsbæ, eins og því var lýst í fasteignaaugýsingu fyrir sjö árum síðan. Þar sagði einnig: „Húsið er teiknað af Halldóri Gíslasyni og hefur prýtt forsíðu Arkitektablaðsins og einnig verið fjallað um það í öðrum tímaritum. Við hönnun hússins var lögð mikil áhersla á glæsileika og að hið fagra útsýni nyti sín sem best og Álafossinn blasir við.“

Húsið var byggt árið 1988, en skömmu eftir aldamótin gerðu nýir eigendur breytingar á húsinu og skiptu niður í fjórar útleigueiningar. Húsið var svo aftur selt árið 2017 og ætlaði nýr eigandi að færa það aftur í upprunalegt horf eftir að hafa keypt eignina á 77 milljónir, en á þeim tíma var fasteignamat eignarinnar 76,7 milljónir.

Deilt um eftirstöðvar kaupverðs og meinta galla

Hins vegar greiddi kaupandi ekki kaupverðið að fullu þar sem hann taldi eignina vera haldna göllum og hélt sökum þess eftir um 9,7 milljónum.

Seljandi höfðaði þá mál til að fá eftirstöðvarnar greiddar, en kaupandi höfðaði þar gagnsök og krafði seljanda um bætur vegna meintra galla.

Fyrir dómi rakti kaupandi að viðskilnaður í eigninni hafi verið óviðunandi. Eignin hafi verið óhrein og lausir munir höfðu verið skildir eftir. Síðan hafi komið í ljós að eldhúsinnrétting væri ónýt, en bak við hana hafi fundist raki, mygla sem og músahreiður.

Sagði kaupandi að eldhúsið hafi verið ein meginástæða fyrir kaupunum og að hann hefði ekki ætlað sér að skipta innréttingunni út.

Fenginn var dómkvaddur matsmaður til að meta meintan galla. Hann fann við skoðun sína a.m.k. þrjú músarhreiður sem og starrahreiður á fimm stöðum í þaki.  Þó hafði það átt sér stað þegar matsmaður kom að innréttingin hafði þá þegar verið fjarlægð. Hann taldi að slíkt hefði verið óþarft, en fagmaður hefði geta gert við ágalla á innréttingunni og komið henni í gott horf.

 

Kaupandi sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og fékk kvaddan til yfirmatsmann. Sá mat að kostnaður við að skipta út eldhúsinnréttingunni yrði rúmlega 10 milljónir.

Seljandi var heldur betur ósammála að eignin væri gölluð. Í söluyfirliti hafi skýrt komið fram að tími væri kominn á viðhald og sá fyrirvari gefið fullt tilefni fyrir ítarlega skoðun. Um væri að ræða um 30 ára gamla eign og því full ástæða til að kynna sér ástand hennar vel.

Kaupandi hefði því vanrækt skoðunarskyldu sína.

Söluverð gaf vísbendingu um ástand

Þá var komið til kasta dómara að meta stöðuna. Rakti dómari að um væri að ræða um 30 ára gamla eign. Eins hafi kaupandi skrifað undir kaupsamning þar sem standi að hann hafi „ítarlega“ kynnt sér ástand eignarinnar. Taldi dómari að kaupandi hefði átt að gera sér grein fyrir ástandi innréttingarinnar strax við skoðun og hafi ekki getað reiknað með því að hún væri „í óaðfinnanlegu ástandi.“

Eins horfði dómari til söluverðs eignarinnar. En það hafi verið mjög nálægt fasteignamatinu sem gefi til kynna að þarna væri um að ræða eign sem þyrfti nokkuð viðhald. Eins hafi kaupandi þekkt til eignarinnar um árabil, en hann hafi haft augastað á húsinu frá árinu 2003.

En í fasteignakaupalögum er að finna ákvæði um að kaupandi geti ekki borið fyrir sig galla sem hann hefði mátt sjá við skoðun – ekki nema seljandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða saknæma háttsemi, svo sem ef hann viljandi leyndi upplýsingum.

Dómari taldi þó að kaupandi ætti rétt á skaðabótum vegna músagangs, lélega viðskilnaðarins og afnotamissinum, enda höfðu leigjendur í eigninni kvartað undan músagangi áður en eignin var seld. Alls voru þær bætur metnar 659 þúsund krónur sem voru dregnar af skuld kaupanda til seljanda.

Aftur á móti þurfti kaupandi að sama bragði að greiða seljanda 620 þúsund krónur í málskostnað  í héraði og 1 milljón í málskostnað fyrir Landsrétti – þar sem niðurstaða héraðsdóms var staðfest. Svo þarf kaupandi að greiða eftirstöðvarnar af kaupverðinu, að frádregnum þessum 659 þúsund krónum, með dráttarvöxtum frá 14. ágúst 2017.

Dómur Landsréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi