fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Bjarni Ákason laus allra mála og segir sannleikann hafa sigrað – „Ég ætla bara að fá mér gott kampavín

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 18. mars 2022 14:57

Bjarni Ákason ætlar að skála í kampavíni í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur fallið frá málarekstri gegn fjárfestinum Bjarna Ákasyni en hann var áður ákærður fyrir 44 milljóna króna skattsvik. „Þetta er búið að taka fimmtán ár úr mínu lífi. Það er skammarlegt að ríkið hafi hagað sér með þessum hætti,“ segir Bjarni.

Forsaga málsins er löng en honum var gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008, 2010 og 2011 vegna tekna sem var aflað árin á undan. Í ákæru var því haldið fram að Bjarni hafi tekið út fjárhæðir sem námu samtals 115 milljónum króna á þessum árum, úr tveimur eignarhaldsfélögum og hafi hann látið undir höfuð leggjast að gefa tekjurnar upp til skatts. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tæpar 44 milljónir króna í skatt. En nú er þetta mál úr sögunni.

Sjá einnig: Aðalmeðferð gegn Bjarna Ákasyni framundan – Ákærður fyrir skattsvik en ætlar sjálfur í skaðabótamál

„Ég er bara mjög ánægður með þetta,“ segir Bjarni. Hann hefur alla tíð verður fastur á sínu og krafist réttlætis. Niðurstaðan kemur honum því ekki á óvart „Nei, maður veit alltaf hvar sannleikurinn liggur. Upphaflega hófst þetta eftir að ég bað um leiðréttingu á skattaskýrslu fyrir árið 2007. Endurskoðandinn hafði gert mistök og ég vildi láta laga þau. Þá byrjaði þetta allt saman.“

Ýmislegt hefur gengið á síðan. Málinu hefur til að mynda verið vísað frá dómi, Bjarni verið sýknaður í héraði en ríkissaksóknari áfrýjaði sýknudómnum.

Gúgglið gaf ranga mynd af honum

Málið hefur hvílt þungt á Bjarna þó hann segist að mestu kominn yfir það núna. Þá hefur í öll þessi ár verið fjallað um hann í fjölmiðlum í tengslum við þessi meintu skattsvik sem síðan voru ekki neitt. „Ef þú gúgglar mig þá eru þetta alltaf mest lesna fréttin en gefur ekki alveg rétta mynd af mér, að ég sé sakaður um skattsvik,“ segir hann.

Bjarni frétti af niðurfellingunni fyrr í dag þegar lögmaðurinn hans, Sigurður G. Guðjónsson, hringdi og sagði honum tíðindin. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins segir Bjarni: „Ég ætla bara að fá mér gott kampavín. Kannski enda daginn á góðu rauðvíni.“

Þurfti að selja eignir 

Hann segist þó ekki hafa fengið neina skýringu á niðurfellingunni. „Þeir segjast bara vera hættir við. Þetta var bara tilefnislaus þvæla. Það eina sem ég gerði var að biðja um leiðréttingu á skattframtali. Ég hef auðvitað tjónast mikið á þessu. Ég þurfti að selja eignir til að greiða skatta sem ég fékk síðan að hluta endurgreidda.“

Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætlar að reyna að sækja bætur til ríkisins vegna málsins. „Það er spurning hvort maður nennir að standa í því. Ég veit ekki hvort ég nenni að eyða hálfri ævinni í þessa vitleysu og segi þetta kannski bara gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi