fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Íslenskar fósturfjölskyldur – „Við erum að takast á við verstu barnaverndarmálin“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2022 11:07

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar áskoranir fylgja því að taka barn í fóstur. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er fjallað um þessar áskoranir.

Guðlaugur Kristmundsson, einn stjórnenda hlaðvarpsins og fósturforeldri, segir að margir telji sjálfkrafa að fósturbörn séu vandræðabörn. „Að þetta barn sé með óæskilega hegðun eða hafi komið sér í vandræði, þegar raunin er auðvitað að aðstæður barnsins voru ómögulegar og annað hvort skaðandi fyrir barnið eða það var ekki verið að veita því öryggi eða örvun,“ segir hann.

Auk Guðlaugs stýra þættinum þær María Dröfn Egilsdóttir og Hildur Björk Hörpudóttir en öll eru þau fósturforeldrar.

Í nýjasta þættinum ræða þau meðal annars um  fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir; fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun, fordóma gagnvart fjölskyldusamsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira.

Fórnarlömb aðstæðna

Hildur sagði oft gleymast að fósturbörn séu öll fórnarlömb aðstæðna. „Þau báðu aldrei um þetta. Þau þau báðu aldrei um að koma í þessar aðstæður og það biður ekkert barn um það að vera fósturbarn,“ segir hún.

Hún bendir á hvað það eru mörg fósturbörn þarna úti en lítið heyrist frá þeim þegar þau verða fullorðin. „Það er enginn fullorðinn sem er orðinn aðstoðarforstjóri í flottu fyrirtæki sem segir „Já, ég ólst nú upp sem fósturbarn.“ Því við vitum að þetta er minnkandi,“ segir hún og Guðlaugur tekur við: „Fólk skammast sín fyrir þetta.“

Þeim finnst skorta á umræðu um stöðu fósturbarna, lítið af rannsóknum séu gerðar á þessu sviði og það sé smættandi fyrir þennan hóp.

Mega þau vera úrill?

„Við verðum að vonast til þess að uppkomin fósturbörn fari að tala,“ segir Guðlaugur og Hildur tekur fram að fósturforeldrar séu heldur ekki kallaðir nógu oft að borðinu til að ræða þessi mál, en þau verði einnig fyrir fordómum. „Félagið okkar, Félag fósturforeldra, þarf að fá meiri viðurkenningu frá hinu opinbera, við þurfum að fara að fá betri viðurkenningu sem fagleg samtök og að tilvist okkar skipti máli fyrir þetta kerfi. Við erum að takast á við verstu barnaverndarmálin, málin sem ekki var hægt að leiðrétta eða styðja inni á heimilunum, þau mál sem voru komin í óefni annað hvort vegna þess að það var gripið of seint inní eða vegna þess að öll möguleg úrræði sem félagsráðgjafi á þeim tíma hafði úr að spila voru ekki nægjanleg,“ segir Guðlaugur.

Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða jafnvel heilsan. Einnig tala þau um pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir að taka barn í fóstur, að þau séu svo dugleg og góðhjörtuð, og spyrja hvort þau hafi þá leyfi til að gera mistök og vera úrillir foreldrar.

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi