fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Sigga Dögg um heimsókn sína á „ógeðslega skemmtilegan“ kynlífsklúbb í Barcelona

Fókus
Föstudaginn 18. mars 2022 11:00

Sigga Dögg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur er um þessar mundir stödd í Barcelona til að taka upp aðra þáttaröð af Allskonar kynlíf. Hún ætlar að heimsækja fimm kynlífsklúbba á meðan dvöl sinni stendur og segir frá fyrstu heimsókninni í Story á Instagram.

„Ég var á ógeðslega skemmtilegum kynlífsklúbb,“ segir hún og bætir við að hann hefði verið svo skemmtilegur að hún sé að spá í að fara aftur.

„Í Barcelona eru ógeðslega margir kynlífsklúbbar, þá meina ég allavega fimm sem ég ætla að heimsækja. Nú er ég búin að heimsækja einn, hann er mjög snyrtilegur og mjög flottur. Og ég myndi alveg mæla með honum, hann er ekki of „cheesy“. Hann var með búddastyttum til að skapa zen stemningu. Það var spa, það var sundlaug, gufur, heitir pottar,“ segir Sigga Dögg.

„[Klúbburinn er] á mörgum hæðum. Kannski eitt, það var ekki mikið um prívat herbergi, heldur aðallega stórar dýnur með leður áklæði á, sem auðvitað auðveldar þrif.“

Þegar kemur að aðgöngugjaldi kostar 60 evrur inn fyrir pör, en klúbburinn er aðeins opinn fyrir pör og konur, einhleypir karlmenn mega ekki koma.

„[Aðgöngumiðunum] fylgja tveir drykkir á haus og hnetur, mér finnst mikilvægt að taka þetta fram með hneturnar. Og maður fær handklæði og klút til að setja utan um sig ef þú ert ekki í sexy nærfatastemningunni,“ segir hún.

Sigga Dögg hvetur forvitið fólk til að láta vaða. „Eins og með alla kynlífsklúbba, ef þú ert forvitinn kíktu þá bara, enginn skaði skeður í því að kíkja. Það má bara fara, horfa á, hafa gaman, njóta og fagna því að það sé hægt að fara og horfa á fólk gamna sér og stunda kynlíf og sjá hvernig það stundar kynlíf og hvernig það fær það og hvernig það gerir það sem það gerir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir