fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Ísland í þriðja sæti yfir hamingjusömustu lönd heims – „Kom á óvart“ hvað velvild jókst mikið

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 18. mars 2022 09:27

Íslendingar skora hátt á skýrslunni - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er þriðja hamingjusamasta ríki heims samkvæmt World Happiness Report. Í fyrra var Ísland í öðru sæti og því fórum við niður um eitt sæti milli ára. Árið þar á undan var Ísland í fjórða sæti.

Hinum norðurlöndunum gekk vel eins og undanfarin ár. Finnland situr enn og aftur í efsta sæti lsitans en þetta er í fimmta árið í röð sem Finnland hreppir það sæti. Danmörk vermir annað sætið en Svíþjóð og Noregur eru í sjöunda og áttunda sæti.

Þá er Sviss í fjórða sæti, Holland í því fimmta og Lúxemborg í því sjötta. Ísrael situr í níunda sæti listans og Nýja Sjáland er í því tíunda.

Aukin velvild

Þetta er í 10. skiptið sem þessi svokallaða hamingjuskýrsla er gefin út. Gögnunum fyrir hana er safnað með könnun sem framkvæmd er á heimsvísu af Gallup. Þá er einnig tekið mið af landsframleiðslu þjóðar, lífslíkum, frelsi og spillingu.

John Helliwell, einn af þremur fyrstu ritstjórum skýrslunnar, segir að það hafi komið sér á óvart hvað velvild jókst mikið í heimsfaraldrinum. „Það kom mjög á óvart að á heimsvísu hafi verið mjög stórar jákvæðar breytingar í þremur birtingarmyndum velvildar,“ segir hann. Þessar þrjár birtingarmyndir sem hann talar um eru að gefa til góðgerðarmála, hjálpa ókunnugum og sjálfboðastarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi