Ladbible segir að „Jim Wilson“ sé einhverskonar dulmál hjá áhöfnum bandaríska flugfélagsins American Airlines sem er stærsta flugfélag heims.
Talið er að nafnið sé sótt til framleiðanda sérstaks vagns sem er notaður til að flytja látið fólk í í flugvélum. Þessi framleiðandi hefur greinilega veitt starfsfólki flugfélagsins innblástur hvað varðar leyniorð fyrir að látin manneskja sé um borð í vélinni og skiptir þá engu hvort um skipulagðan líkflutning er að ræða eða hvort einhver farþeganna látist á leiðinni.
Hjá American Airlines er heil deild sem sér um flutning á látnu fólki og er hún að sögn US Funerals Online kölluð „American Airlines Jim Wilson Service“. Deildin sér um flutning á látnu fólki til 250 borga og bæja í 40 löndum.