fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Lýsa hættulegum flótta frá Maríupól – „Þetta á ekki að eiga sér stað“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. mars 2022 08:00

Rússar láta skotum rigna yfir Maríupól. Gervihnattamynd: (c) 2022 Maxar Technologies/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni tókst hjónunum Ivan Ivanov og Kristina Dzholas að flýja frá Maríupól, sem hefur verið umsetin af rússneska hernum um langa hríð, ásamt 9 ára syni sínum. Þau lýstu flóttanum í samtali við fréttamann Sky News í gær.

Borgaryfirvöld í Maríupól segja að 30.000 borgarbúar hafi flúið en 350.000 séu enn í borginni en Rússar láta flugskeytum og stórskotaliðshríð rigna yfir hana. Á miðvikudaginn skutu þeir á leikhús þar sem um 1.200 almennir borgarar, aðallega konur og börn, höfðu leitað skjóls. Enn er verið að leita að fólki í rústunum.

Ivan og Kristina flúðu til Dnipro, sem er í austurhluta Úkraínu, ásamt syni sínum, Svyat. Ivan, sem starfaði sem bílstjóri, sagði að fjölskyldan hafi verið í felum í kjallara undir skóla þegar árásir Rússa stóðu yfir. Að lokum tóku hjónin ákvörðun um að flýja frá borginni en það gerðu þau eftir að sprengjur lentu í garðinum þeirra fyrr í vikunni. „Þetta er borg dauða, hryllings og ótta. Þar sem fólk er að deyja, venjulegt fólk, þegar það fer út að leita að vatni,“ sagði Ivan.

Kristina sagði að þau hafi ákveðið að leggja á flótta eftir að sprengjur lentu í garðinum þeirra. Sem betur fer hafi bíllinn þeirra verið óskemmdur í bílskúrnum, annars hefðu þau ekki komist í burtu. „Við vorum heppin. Við ókum undir lafandi rafmagnsvíra, sáum flugvél fljúga fyrir ofan okkur og sprengjum var skotið í kringum okkur en tækifærið til að flýja var það sem skipti okkur mestu máli á þessum tímapunkti,“ sagði hún.

Hún sagði að þau hafi síðan komið að þar sem úkraínskir hermenn voru við útkeyrslu frá borginni og þeir hafi hleypt þeim í gegn: „Við vissum ekki hverju mátti reikna með þegar við ókum í gegn en þegar við komum að umferðarteppu létti okkur því þá vissum við að við vorum ekki ein. Þetta er hræðilegt og á ekki að eiga sér stað á 21. öldinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi