fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sanna vill sitja áfram í borgarstjórn

Eyjan
Fimmtudaginn 17. mars 2022 15:26

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, gefur áfram kost á sér til setu í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd flokksins. Hún tilkynnir um ákvörðun sína í færslu á Facebook þar sem hún segir að verkefni hennar innan borgarstjórnar sé ekki lokið enda telji hún að óréttlæti, fátækt og húsnæðisskortur sé enn til staðar.

Sanna fer síðan yfir helstu verkefni sem hún telur að framundan séu og deilir á núverandi meirihluta.

Yfirlýsing Sönnu í heild sinni:

Kæru félagar og Reykvíkingar, ég gef kost á mér til áframhaldandi setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Vorið 2018 tók ég að mér verkefni. Því er ekki lokið. Óréttlætið, fátæktin og húsnæðisskorturinn er enn til staðar. Stéttaskiptingin blasir við okkur og fær að viðgangast óáreitt af yfirvöldum. Laun forstjóra sem starfar í fyrirtæki í eigu borgarinnar hækkar um margar milljónir á einu ári, á meðan að fátækustu borgarbúum er gert að reiða sig á matarúthlutanir frá góðgerðasamtökum. Á meðan að stjórnmálafólk fær reglulegar launahækkanir áreynslulaust, þurfa láglaunahópar að leggja niður störf til að fá viðurkenningu á starfsframlagi sínu. Starfsframlagi sem skiptir öllu máli við að halda borginni gangandi.
Gjaldtaka fer fram á ótrúlegustu stöðum þar sem fjármagnseigendur eru undanþegnir því að greiða til samfélagsins. Reykjavíkurborg rukkar börn fyrir þjónustu sem á að vera gjaldfrjáls. Ef börn koma frá efnalitlum heimilum þar sem fjölskyldur hafa ekki burði til að greiða reikninga, er innheimtufyrirtækjum sigað á fjölskyldurnar. Börn læra snemma að full þátttaka innan samfélagsins stendur þeim ekki til boða.
Reykjavík á að vera fyrir okkur öll en hún er það ekki.
Húsnæði á að standa okkur öllum til boða en sú er ekki raunin. Ég neita að búa í samfélagi þar sem brotið er á mannréttindum fólks og því neitað um rétt til að búa við öruggt húsaskjól og öruggar mannsæmandi aðstæður. Þess vegna held ég áfram í þeirri sósíalískri baráttu sem ég er í. Ég viðurkenni að það getur verið erfitt að starfa innan veggja Ráðhússins þar sem viðurkenning á vandanum er ekki til staðar. Í þau skipti sem reiðin hefur náð mér hef ég bitið fast á jaxlinn og haldið tárunum inni í augunum svo þau renni ekki niður á kinn.
Borgarbúar eiga ekki að þurfa að búa við óöryggi og þann skaða sem hlýst af því að ekki var gripið inn í aðstæður þar sem hægt var að grípa inn í. Við verðum að byggja upp gott samfélag, þar sem grunnþörfum allra er mætt. Til þess þurfum við að hlusta á raddir og reynslu þeirra sem best þekkja til hverju sinni og ég er þakklát fyrir öll samtölin sem ég hef átt við borgarbúa, starfsfólk og allt það fólk sem veit hvað þarf að bæta innan borgarinnar.
Við verðum að byggja góðan grunn, til að tryggja að hér getum við öll átt gott líf til að vaxa og dafna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?