fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Frábær tíðindi frá Úkraínu eftir óvissunótt – „Þetta er kraftaverk“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. mars 2022 09:41

Orðið börn hafði verið skrifað stórum stöfum við gafla hússins. Mynd:Maxar Technologies/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hörmulegu tíðindi bárust í gær að leikhús í borginni Mariupol, þar sem fjöldi manns hafði leitað skjóls, hafi orðið fyrir sprengjuárás. Áætlað var að um 1200 manns hafi verið í skjóli í kjallara byggingarinnar, aðallega konur og börn.

Orðið „börn“ hafði verið skrifað stórum stöfum við leikhúsið á rússnesku til að rússnesk herlið sæju á loftmyndum að þarna væru óbreyttir borgarar og börn í skjóli.

Forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí sagði í gær að óvíst væri hversu margir hafi látist í árásinni.

Þau tíðindi hafa nú borist að fólk er farið að koma upp úr rústunum, á lífi, en á tíma var óttast að enginn hefði haft árásina af.

Blaðamaðurinn Illia Ponomarenko greinir frá þessu á Twitter, ásamt fleiru.

„Þetta er kraftaverk – fólk sem var í felum í kjallaranum í leikhúsinu í Mariupol lifði af loftárásina. Nú er verið að aðstoða þau að losna upp úr rústunum.“

Austur-Evrópski miðillinn Nexta greinir einnig frá og vísar í tíst úkraínska þingmannsins Serhiy Taruta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx

Fær tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx