fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Barack Obama í nýju hlutverki

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. mars 2022 13:00

Obama bregður sér í nýtt hlutverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn annar en Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, sem er í forgrunni í þáttaröðinni Our Great National Parks sem verða frumsýndir á Netflix 13. apríl. Þættirnir fjalla um nokkra af fallegustu þjóðgörðum heims og dýralífið í þeim.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Það er framleiðslufyrirtækið Higher Ground, sem er í eigu Barack Obama og eiginkonu hans Michelle Obama, sem framleiðir þættina.

Í þáttunum er fjallað um þjóðgarða í fimm heimsálfum. Þættirnir eru sagðir munu vekja áhuga fólks, í þeim sé húmor og bjartsýni. Í hverjum þætti verður fjallað um einn þjóðgarð og horft á hann með augum eins af villtum íbúum hans.

Netflix segir að það sé ekki tilviljun að Obama komi við sögu í þáttunum því hann hafi í forsetatíð sinni gert fleiri opinber svæði og vötn að verndarsvæðum en nokkur annar bandarískur forseti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband