fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Bandaríkin senda „kamikaze-dróna“ til Úkraínu – Merki um stefnubreytingu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 18:00

Switchblade 300

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirrar hernaðaraðstoðar sem Bandaríkin ætla nú að láta Úkraínu í té eru svokallaðir kamikaze-drónar. Þeir eru útbúnir með sprengiefni í nefinu og springa þegar þeir hæfa mark.

Þetta eru Switchblade 300 og Switchblade 600 drónar sem eru framleiddir af bandaríska fyrirtækinu AeroVironment. 300 tegundin getur hæft mál í tæplega 1,5 km fjarlægð og 600 tegundin í tæplega 5 km fjarlægð.

Drónarnir vega um 2,5 kíló og eru með myndavél og flugskeyti. Það er hægt að bera þá í litlum bakpoka. Hernaðarsérfræðingar telja að þessir drónar muni opna fyrir algjörlega nýja möguleika fyrir Úkraínumenn í stríðinu við Rússa.

Það er hægt að gera báðar tegundirnar flughæfar á örskotsstund og það er hægt að nota þær við árásir á skriðdreka, stórskotalið og bíla auk fleiri skotmarka.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær um hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á einn milljarð dollara.

Það að úkraínski herinn fá þessa dróna markar breytingu í stefnu Bandaríkjanna. Fram að þessu hafa þau aðallega sent varnarvopn til Úkraínu.

Politico segir að kamikaze-drónarnir geti verið á lofti í um 30 mínútur áður en þeim er stýrt niður á ákveðið skotmark af stjórnanda sem er á jörðu niðri. Þessir drónar voru fyrst notaðir af Bandaríkjaher í Afganistan. Bretar nota einnig dróna þessarar tegundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi