fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Ný kórónuveirubylgja í Kína – Alþjóðafyrirtæki stöðva starfsemi sína

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 17:00

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný kórónuveirubylgja herjar nú á Kína og það hefur orðið til þess að alþjóðafyrirtæki á borð við Toyota, Volkswagen og Apple hafa dregið úr starfsemi sinni í landinu og jafnvel stöðvað hana.

Yfirvöld hafa gripið til harðra sóttvarnaaðgerða og lokunar á samfélagsstarfsemi til að reyna að spyrna við útbreiðslu veirunnar.  BBC Business skýrir frá þessu.

Fjöldi daglegra smita hefur verið í þúsundum síðustu daga sem er auðvitað ekki mikið þegar horft er til þess hversu margir búa í Kína. En þetta er mesti fjöldi smita síðan á fyrstu mánuðum 2020 þegar faraldurinn braust út.

Foxconn, sem framleiðir iPhones fyrir Apple, hefur stöðvað framleiðslu sína í Shenzhen og bíður eftir heimild frá yfirvöldum til að hefja starfsemi á nýjan leik.

Toyota hefur lokað verksmiðju sinni í Jilin-héraði  og Volkswagen hefur lokað verksmiðju sinni í Changchun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Í gær

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 4 dögum
Fannst eftir 41 ár