„Við þörfnumst ykkar núna,“ sagði Zelenskyy og bað enn einu sinni um að Vesturlönd komi upp flugbannssvæði yfir Úkraínu. Það myndi þýða að Bandaríkin eða NATO myndu vakta lofthelgi landsins og skjóta rússneskar eldflaugar og flugvélar niður.
Í lok ræðunnar má segja að hann kastað grimmd stríðsins beint í andlit þingheims og þeirra sem fylgdust með í sjónvarpi. Það gerði hann með fyrrnefndu myndbandi þar sem sorgleg tónlist var leikin undir myndum af hvernig Úkraína var fyrir nokkrum mánuðum síðan og myndum af hvernig Úkraína er í dag.
Myndir af sprengjuárásum á íbúðarhús og grátandi almennum borgurum. Árangurslausar endurlífgunartilraunir á litlu barni og myndir af fjöldagröfum sem Úkraínumenn hafa neyðst til að nota því þeir ná ekki að grafa alla á venjulegan hátt.
Eftir útsendinguna baðst CNN afsökunar á að hafa ekki getað varað áhorfendur við myndbandinu áður en það var sýnt en stöðin vissi ekki að það yrði sýnt. Sebastian Smith, fréttamaður AFP í Hvíta húsinu, skrifaði á Twitter að þetta óvænta hafi verið hluti af áætluninni: „CNN biður áhorfendur afsökunar á að ekki hafi verið hægt að vara þá við að myndbandið, sem Zelenskyy sýndi þingheimi, væri svona rosalegt. En ég tel að það hafi verið ætlun Zelenskyy, að það væri nauðsynlegt að Bandaríkjamenn fengju að sjá hvernig stríð er, án þess að hafa huggunarteppið.“
Zelenskyy fékk standandi lófaklapp frá þingmönnum bæði fyrir og eftir ávarpið en mjög sjaldgæft er að þjóðarleiðtogar ávarpi Bandaríkjaþing á stríðstímum.
Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndbandið.
Here's the featurette Zelensky screened for the U.S. Congress, earlier today. He shared it on Telegram just now with the caption, "Close the sky over Ukraine!" Warning: very graphic footage. pic.twitter.com/aX9lVMbB3e
— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 16, 2022