fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Segja að Landsréttur hafi vísað kæru Aðalsteins frá dómi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2022 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur vísað kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þetta er fullyrt í frétt RÚV sem segir Eyþór Þorbergsson, varasaksóknari hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, hafa staðfest niðurstöðuna en úrskurðurinn hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólsins. Aðalsteinn hefur þegar greint frá því að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar.

Í febrúarlok komst  Héraðsdómur Norðurlands eystra að þeirri niðurstöðu að lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi verið óheimilt að veita Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja. Stundin greindi fyrst frá.

Eins og Aðalsteinn greindi frá í pistli á Stundinni um miðjan febrúarmánuð þá hafði hann óskað eftir því að dómstólar myndi skera úr um hvort að lögreglunni væri heimilt að kalla sig til skýrslutöku sem sakborningi í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var afdráttarlaus en í úrskurðinum kom fram að Aðalsteinn gæti ekki, sem blaðamaður,  hafa brotið hegningarlög með því að móttaka eða sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning enda sé það einmitt þáttur í starfi blaðamanna að móttaka slík gögn og meta hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki.

Þá var bent á það í úrskurðinum að það sé ekki sjálfsögð né léttvæg ákvörðun að hafa veitt Aðalsteini stöðu sakbornings enda geti sú staða haft í för með sér ýmis óþægindi og skaðað orðspor hans.

Í umfjöllun RÚV segir varasaksóknarinn Eyþór að rannsókn málsins muni nú halda áfram og Aðalsteinn verði í framhaldinu boðaður í skýrslutöku vegna málsins auk þriggja annarra blaðamanna,  Þórði Snæ Júlíussyni, Arnari Þór Ingólfssyni og Þóru Arnórsdóttur.

Sjá nánar á vef RÚV

Uppfært:

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt úrskurðinn á Facebook-síðu sinni. Í honum kemur fram að Lands­rétt­ur tel­ur lög og regl­ur um fjöl­miðla og vernd heim­ild­ar­manna ekki leiða af sér skyldu til að tryggja þeim vernd gegn rann­sókn lög­reglu á ætl­uð­um brot­um þeirra gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um við rækslu starfa þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum