fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Hafþór Júlíus og Eddie Hall skyrptu á hvorn annan – „Fokking snertu mig og ég mun bíta af þér nefið“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 17:30

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingamaðurinn og leikarinn Hafþór Björnsson mun mæta Eddie Hall í bardaga um helgina. Mikið hefur verið fjallað um slag þeirra í fjölmiðlum erlendis og ljóst er að eftirvæntingin er mikil. Þá virðist einnig vera sem gífurlegur rígur sé á milli þeirra tveggja en það sést hvað best í myndbandi sem hefur vakið mikla athygli í dag.

Í myndbandinu sem um ræðir má sjá þá Hafþór og Eddie mætast en það líður ekki langur tími áður en þeir fara að feyka fúkyrðum í hvorn annan. „Fokking snertu mig og ég mun bíta af þér nefið,“ heyrist Eddie segja við Hafþór í myndbandinu.

„Komdu út og ég mun rífa af þér fokking hausinn,“ segir Eddie svo. Hafþór svarar fúkyrðum Eddie í sömu mynt en við það skyrpir Eddie í áttina að Hafþóri. Í kjölfarið skyrpir Hafþór í áttina að Eddie.

Ekki stoltur af því að hafa skyrpt til baka

Hafþór ræddi atvikið á YouTube rás sinni en þar segir hann að Eddie hafi óvænt mætt á æfingasvæðið sitt. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri að fara að gerast, það er augljóst að Eddie var að skipuleggja þetta,“ segir hann.

„Ég skyrpti til baka, ég er ekki stoltur af því en adrenalínið var svo mikið og það kom mér á óvart að hann skyldi gera eitthvað svona ógeðslegt. Þrátt fyrir það náði ég að halda mér nokkuð rólegum miðað við aðstæður.“

Þá segist Hafþór vera spenntur fyrir því að slást við Eddie á laugardaginn svo þeir geti klárað þetta „fyrir fullt og allt“ án þess að það verði að einhverjum „ógeðslegum götuslag“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök