fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Vilhjálmur spyr hvernig vera megi að stjórnvöld bjóði neytendum upp á svona ástand

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna verðbólgu hafa skuldir heimilanna hækkað um 87 milljarða.  Vilhjálmur Birgisson, formaður Vekalýðsfélags Akraness, segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gripið til aðgerða vegna hækkunar bensínverðs og heildaráhrifa veðbólgu á vísitölu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Sænska ríkisstjórnin hefur brugðist við hækkun bensínverðs og lagt til að gripið verði til ráðstafana til að bæta neytendum upp hærra eldsneytis- og raforkuverð í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Vilhjálmur vill að gripið verði til aðgerða í þessum dúr hér á landi.

ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri félög hafa kallað eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar, að gjöld á jarðefnaeldsneyti verði lækkuð en ríkið tekur til sín um helming útsöluverðs hvers bensínlítra.

Vilhjálmur segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki skipað starfshóp til að koma með tillögur um hvernig sé hægt að mæta því ástandi sem nú ríkir. „Löndin í kring hafa gripið til aðgerða en hér erum við með fjárskuldbindingar heimila og fyrirtækja beintengdar við íslensku vísitöluna sem gerir það að verkum að skuldir heimilanna eru að stökkbreytast,“ sagði hann.

Á síðustu 12 mánuðum hafi verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað um 87 milljarða ef miðað er við 6,2% verðbólgu. „Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld bjóði íslenskum neytendum upp á svona ástand?“ sagði hann og bætti við að fyrst hafi Covid hleypt verðbólgunni upp og nú sé það „brjálæðingur í Rússlandi“ sem hleypi öllu í bál og brand með þeim afleiðingum að óðaverðbólga sé í allri Evrópu.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris