Hér er yfirlit yfir stöðuna í nokkrum borgum og héruðum landsins.
Kyiv er á valdi úkraínska hersins. Rússneskar hersveitir hafa ekki færst nær borginni síðustu 24 klukkustundir en hafa skotið flugskeytum á hana og einnig beitt stórskotaliði.
Mariupol er á valdi úkraínska hersins. Rússar halda uppi hörðum árásum úr austri og vestri á þessa mikilvægu hafnarborg.
Kharkiv – Rússar reyna nú að umkringja borgina en skortur á skotfærum háir rússnesku hersveitunum.
Kherson-héraðið er ekki á valdi Rússa eins og þeir sögðu í gær. Rússneskum hersveitum tókst ekki að bæta stöðu sína í Zaprizhya og Mykolaiv síðasta sólarhringinn.
Odesa er á valdi úkraínska hersins. Rússar hafa ekki enn hafið árás á borgina, hvorki af sjó né af landi. Ástæðan er að þeir eru ekki með nægilega margar herdeildir þar.
Local company- and battalion-level attacks by #Russian forces northwest of #Kyiv on March 14-15 likely indicate the largest-scale offensive operations that Russian forces attempting to encircle Kyiv can support at this time. https://t.co/OcViMLUIYZ pic.twitter.com/yXUeOJTU1d
— ISW (@TheStudyofWar) March 15, 2022