fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Óttast um afdrif rússneskrar blaðakonu sem mótmælti í beinni útsendingu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 15. mars 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska blaðakonan Marina Ovsyannikova er á móti stríðinu í Úkraínu og þrátt fyrir mikla ritskoðun í heimalandi hennar, Rússlandi, þar sem það er refsivert að tala gegn rússneska hernum og deila upplýsingum um innrásina í Úkraínu sem ekki eru yfirvöldum þóknanlegar ákvað hún að stíga inn í beina útsendingu frétta á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Rússlands, Channel One, í gær með skilti þar sem hún mótmælti stríðinu.

Á skilti hennar stóð: „Ekki stríð. Stöðvið stríðið. Ekki trúa áróðri. Þeir eru að ljúga að ykkur hér.“

Í kjölfarið var Ovsyannikova handtekinn og er ekki vitað hvar henni er haldið í dag. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov skrifar á Twitter að Ovsyannikova hafi verið í haldi í yfir 12 klukkustundir en ekki sé vitað hvar hún er niðurkomin.

Ovsyannikova birti einnig myndband af sér áður en hún steig inn í beina útsendingu. Þar greindi hún frá því að faðir hennar sé Úkraínumaður og móðir hennar Rússi og kenndi hún forseta Rússlands, Vladimir Pútín, um stríðið. Hún sagðist því miður hafa unnið fyrir Channel One undanfarin ár og hún skammaðist sín mikið fyrir að vinna fyrir fjölmiðill sem birti áróður frá rússneskum stjórnvöldum.

„Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta var allt að byrja (innlimun Krímskagans). Við fórum ekki og mótmæltum þegar yfirvöld eitruðu fyrir Navalnu. Við horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórn. Nú hefur heimurinn snúið baki við okkur og jafnvel næstu 10 kynslóðir afkomenda munu ekko komast undan skömminni af þessu óréttmæta stríði.“

Ovsyannikova sagði það undir rússnesku þjóðinni komið að binda endi á þessa geðveiki með því að mótmæla, með því að hætta að vera hrædd, ríkið geti ekki hneppt alla þjóðina í fangelsi.

Ovsyannikova vissi að athæfi hennar gæti landað henni í fangelsi, en engu að síður steig hún fram. Hún hefur nú verið hyllt á samfélagsmiðlum sem hetja, en hins vegar hefur lögmönnum hennar ekki tekist að finna hana eftir að hún var hneppt í hald. Einn lögmannanna, Anastasia Kostanova, sagði í samtali við BBC í Rússlandi að hún hafi reynt að ná í Osvyannikovu í síma í alla nótt án árangurs.

„Þetta þýðir að þeir eru að fela hana fyrir lögmönnum hennar og eru að reyna að ræna hana réttinum á verjanda og greinilega eru þeir að undirbúa harkalega saksókn gegn henni.“

Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við hana eru Sviatlana Tsikhanouskaya, mannréttindakona sem telur sig vera réttkjörinn leiðtoga Hvíta-Rússlands en hún er nú í útlegð í Litháen. Hún telur núverandi forseta Hvíta-Rússlands, Lukashenko hafa svindlað í forsetakosningunum 2020 og hefur meðal annars harðlega gagnrýnt ritskoðun stjórnvalda í landinu.

„Ég stend með þessari hugrökku konu, fréttakonunni Marina Ovsyannikova. Aðförin gegn frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi fylgir sömu slóð og Hvíta-Rússland – sannleikurinn er bannaður. Og fyrir fólkið þá getur það kostað þau atvinnu og jafnvel frelsið að segja hann. En engu að síður kýs það sannleikann.“

Bandaríski stjórnmálamaðurinn Bernie Sanders, segir Ovsyannikovu hafa sýnt ótrúlegt hugrekki.

Samkvæmt rússneskum fréttamiðlum mun Ovsyannikova verða ákærð fyrir að dreifa vísvitandi fölskum upplýsingum um rússneska herinn – en viðurlög við því broti geta verið fangelsi allt að fimmtán árum.

Forseti Úkraínu, Volodímír Zelenskí þakkaði Osvyannikovu fyrir í morgun í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum.

„Ég er þakklátur þeim Rússum sem hætta ekki að reyna að dreifa sannleikanum og persónulega þakka ég konunni sem gekk inn í útsendingu Channel One og mótmælti stríðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi