fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Úkraínubúar lýsa framferði rússneskra hermanna – „Þeir börðu hann og tóku síðan af lífi úti á götu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 06:59

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínubúar hafa lýst framferði rússneskra hermanna þegar þeir hertaka þorp og bæi í landinu. Þeir eru sagðir skjóta fólk til bana og taka farsíma og fartölvur af fólki.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að fólk segi að rússnesku hermennirnir hafi skotið á hús af handahófi, hent handsprengjum eftir götum og farið hús úr húsi til að taka farsíma og fartölvur.

Fólk hefur komið sögum sínum á framfæri í hópum á Internetinu sem voru settir upp til að fólk geti aflað sér upplýsinga um ættingja eða vini á þeim svæðum sem Rússar hafa hertekið. Mörg þúsund færslur koma inn á þessa hópa daglega.

Eitt vitni, Mykola, sagði að hermenn hafi komið í þorpið Andrjiyka, sem er nærri Kyiv: „Þeir hentu handsprengjum eftir götunni. Einn maður missti fótlegg og lést næsta dag. Þeir komu eftir aðalgötunni og byrjuðu að skjóta á glugga og hæfðu eina konu. Börnin hennar náðu að fela sig.“

Bróðir hennar, Dymtro, bjó skammt frá henni: „Bróðir minn kom út úr húsinu með hendurnar upp í loftið. Þeir börðu hann og tóku síðan af lífi úti á götu.“

Eiginkona Dymtro segist hafa séð út um glugga þegar eiginmaður hennar var myrtur. Hún segist einnig hafa séð nágranna sinn tekinn af lífi með sömu aðferð. Dóttir Dymtro segist telja að mennirnir hafi verið teknir af lífi því þeir hafi áður aðstoðað úkraínska herinn sem sjálfboðaliðar.

Rússnesku hermennirnir leyfðu þeim ekki að jarðsetja Dymtro í kirkjugarðinum og var hann því grafinn í garðinum við hús þeirra.

Nokkrum dögum síðar ákváðu Mykola og fjölskylda hennar að yfirgefa þorpið. Þau báðu rússneska hermenn um leyfi til að yfirgefa það en þeir svöruðu með því að skjóta upp í loftið. Stórskotaliðshríð stóð einnig yfir svo fólkið ákvað að fara úr þorpinu án þess að hafa leyfi til þess. „Þegar við vorum að fara skutu þeir á bílinn okkar, það skipti engu að við höfðum skrifað „börn“ á miða sem voru í rúðunum. En þeim var greinilega sama um það,“ sagði Mykola.

Serhiy, íbúi í þorpinu Druzhnya, sem er nærri Kyiv, segir að Rússar hafi skotið á húsinu í þorpinu þegar þeir komu þangað. Skotið hafi verið á öll húsin við aðalgötuna og nokkrir hafi látist í skothríðinni. Síðan hafi rússnesku hermennirnir gengið hús úr húsi. Þeir hafi drepið kennslukonu sem var utandyra að gefa hænunum sínum að éta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi