fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Gangur stríðsins breytist daglega – Fimm hugsanlegar sviðsmyndir að mati sérfræðinga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 06:55

Úkraínskir hermenn leita skjóls undan stórskotaliðshríð Rússa. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur stríðið í Úkraínu staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Sókn Rússa hefur ekki gengið eins og þeir ætluðu og hafa þeir orðið fyrir miklu mannfalli og misst mikið af hernaðartólum. Samninganefndir ríkjanna hafa ræðst við að undanförnu og eru bjartsýnni en áður um að hægt verði að semja um vopnahlé. En hvernig mun stríðið þróast á næstunni?

Það er auðvitað engin leið að svara því með fullri vissu en Danska ríkisútvarpið fékk sérfræðinga til að draga upp hugsanlegar sviðsmyndir.

Stríðið verður að kyrrstöðustríði – Það getur gerst að stríðið fari í þann farveg að um kyrrstöðustríð verði að ræða. Þá getur hvorugur aðilinn unnið stóra hernaðarlega sigra og samningaviðræður skila ekki árangri. Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagði að ýmislegt bendi til að nú stefni stríðið í þessa átt: „Það er nokkurn veginn svona sem staðan er. Við sjáum að þetta er byrjað að líkjast kyrrstöðustríði. Víglínurnar breytast ekki, þær eru bara á sama stað. Rússar geta ekki sigrað og Úkraínumenn geta ekki hrakið þá úr landi.“

Samið verður um stríðslok – Ekki er útilokað að bæði Rússar og Úkraínumenn komist að þeirri niðurstöðu að stríðið sé komið í kyrrstöðu og að það sé alveg eins gott að semja um frið til að ljúka því.  Nielsen sagðist telja að eins og staðan sé nú sé mjög langt í að þetta gerist, Rússland og Úkraína geti ekki náð saman um samning: „Ég á erfitt með að sjá að Rússar geti sætt sig við það sem Úkraínumenn geta fallist á. En maður á ekki að gefa upp alla von.“

Stríðið stigmagnast – Rússar geta komist að þeirri niðurstöðu að þeir geti ekki unað við að allt sé í járnum á vígvellinum og því ákveðið þeir að setja meiri kraft í stríðsreksturinn. Til dæmis með því að senda fleiri hermenn til Úkraínu, herða sprengjuárásir og nota enn öflugri vopn en áður. „Ég tel þetta mjög líklegt,“ sagði Nielsen. Hann sagði að Rússar séu fastir í atburðarás sem sé erfitt að stöðva. Lönd sem lendi í stöðu sem þessari leggi meira kraft í stríðið sem hafi þó glatað tilgangi sínum. „Rússar eru víðs fjarri því að ná einhverju sem þeir ætluðu að ná þegar þeir hófu stríðið. Ef þetta á ekki allt að vera ein stór mistök eru rökin að setja enn meiri þunga í stríðsreksturinn.“

Rússland sigrar – Nielsen sagði að enn ein sviðsmyndin sé að baráttuvilji Úkraínumanna og geta þeirra til að standast árásir Rússar dvíni hægt og rólega. Um leið muni Rússar hægt og rólega halda áfram að ná bæjum og borgum á sitt vald. Ekkert bendi þó til að Úkraínumenn séu að fara að gefast upp.

Rússar ná Kyiv á sitt vald og barist verður hús úr húsi – Ef Rússar ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald verður erfitt fyrir Úkraínumenn að halda baráttunni áfram. Þetta hefur komið fram hjá mörgum síðustu daga. Það er því kannski engin furða að Úkraínumenn leggi mikla áherslu á að verja höfuðborgina fyrir innrásarhernum. Mads Korsager Nielsen, sérfræðingur Danska ríkisútvarpsins í varnarmálum, sagði ekki mjög líklegt að Rússar reyni að ná höfuðborginni á sitt vald með því fara út í bardaga þar sem barist verði um hvert hús. Það þurfi mikinn fjölda hermanna og búnaðar til að það gangi upp. Líklegra sé að þeir ætli að sitja um höfuðborgina og halda áfram uppteknum hætti að skjóta flugskeytum og láta stórskotaliðshríð dynja á borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki