Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í höfuðborginni. Innbrotsþjófarnir hlupu á brott þegar íbúar urðu þeirra varir. Einnig var brotist inn í fyrirtæki og munum stolið.
Einn ökumaður var staðinn af of hröðum akstri í nótt og þegar lögreglan ræddi við hann kom í ljós að hann var töluvert ölvaður. Hann var því handtekinn.