Í færslunni sem um ræðir eru myndir sem sýna Shannon klædda í gegnsæjan heilgalla. Raunveruleikastjarnan fann sig knúna til að tilkynna fylgjendum sínum að hún væri í raun og veru ekki nakin. „Nei, ég er ekki nakin en myndi það skipta máli ef ég væri það?“ spurði Shannon í færslunni með myndunum.
Shannon, sem er 23 ára gömul, ákvað síðan að ræða enn frekar um nekt í myndböndum sem hún birti í „story“ á Instagram-síðu sinni. Hún furðaði sig á því hvers vegna nekt er jafn tabú og hún er í samfélaginu í dag, sérstaklega þegar kemur að nekt kvenna. „Ég veit ekki hvers vegna konur og stelpur sem eru frekar sjálfsörugguar gera svona marga móðgaða. Mér líður eins og nakinn líkami sé svo tabú umræðuefni og fólk verður vitlaust yfir konu sem er nógu stolt til að sýna líkamann sinn,“ sagði hún.
„Ég skil þetta ekki. Ef þú ert ekki fyrir þetta þá er ég ekki rétta manneskjan fyrir þig til að fylgjast með. Ég hef sagt þetta áður en ég skil bara ekki hvers vegna þetta er svona tabú. Við vitum öll hvernig geirvörtur líta út. Við vitum öll hvernig mannslíkaminn er. Við erum öll gerð úr því sama svo ég skil bara ekki hvers vegna þetta er svona viðkvæmt mál.“
Myndirnar sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
View this post on Instagram