fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Hvar var hnífur faraósins búinn til? Vísindamenn deila

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. mars 2022 07:30

Einn af mununum úr gröf Tutankhamon. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar gröf egypska faraósins Tutankhamon fannst 1922 fundu fornleifafræðingar hníf sem er úr efni utan úr geimnum. Allar götur síðan hafa fornleifafræðingar reynt að komast að hvernig hnífurinn endaði hjá faraónum.

Járn í honum er úr loftsteini að sögn LiveScience sem segir að nýlega hafi tvær rannsóknir um uppruna hnífsins verið birtar og séu niðurstöður þeirra gjörólíkar.

Önnur var birt í vísindaritinu Meteoritics & Planetary Science. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að hnífurinn hafi verið búinn til í Anatolia, sem er Tyrkland í dag, og hafi síðan verið gefinn Tutankhamon. Vísindamennirnir segja að límefni, sem er á skafti hnífsins, sé líklega einhverskonar gips gert úr kalki. Þetta er efni sem var ekki notað í Egyptalandi á þessum tíma en var hins vegar notað í Anatolia.

Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrrum konungar í Anatolia gáfu Amenhotep faraó að minnsta kosti einn hníf en hann var afi Tutankhamon.

En í hinni rannsókninni komast vísindamennirnir að því að útilokað sé að benda á einn stað þar sem hnífurinn hafi verið smíðaður. Sú rannsókn var birt í bókinni „Iron from Tutankhamon‘s Tomb“. Í henni komast vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að hlutar af hnífnum geti verið frá Eyjahafi og aðrir hlutar frá Egyptalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn