fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að mikill efnahagssamdráttur sé fram undan í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. mars 2022 08:30

Rússar við matarinnkaup. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristalina Georgieva, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi komi mjög illa niður á Rússum og að hætt sé við að landið lendi í svo miklum efnahagsvandræðum að það geti ekki greitt af skuldum sínum.

Hún sagði þetta í sjónvarpsþættinum „Face the Nation“ á CBS sjónvarpsstöðinni. Hún sagðist ekki eiga von á að vandamál Rússa verði til þess að ný fjármálakreppa skelli á heimsbyggðinni allri en djúp efnahagskreppa verði í Rússlandi.

Refsiaðgerðirnar hafa komið illa við rússneskan útflutning og innflutning mikilvægra vörutegunda. Rússum er einnig að miklu leyti haldið frá því að geta notað alþjóðleg greiðslukerfi fjármálastofnana og það veldur þeim einnig miklum vandræðum.

Í síðustu viku sagði Georgieva að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni fljótlega senda frá sér endurskoðaða spá fyrir efnahag heimsins á þessu ári. Núverandi spá gerir ráð fyrir 4,4% hagvexti en svo mikill verður hann ekki að hennar sögn vegna stríðsins í Úkraínu. Hún sagði að samt sem áður sé gert ráð fyrir jákvæðum hagvexti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í
Fréttir
Í gær

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“