fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Þetta er fólkið í innsta hring Pútín – Hafa rutt keppinautum til hliðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. mars 2022 06:45

Sergey Lavrov og Vladímír Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Rússa í Úkraínu er afleiðing af tuttugu ára valdabaráttu tveggja hópa í Kreml en þetta eru hópar sem komu Pútín til valda á sínum tíma. Nú hafa hinir frjálslyndu tæknikratar lotið í lægra haldi fyrir „stríðsherrunum“ en ekki er enn vitað með vissu hvað það er sem þeir ætla sér.

Nýlega lauk tveggja áratuga langri valdabaráttu innan Kreml. Þetta var barátta svo kallaðra frjálslyndra tæknikrata gegn íhaldssömum öflum, „stríðsherrunum“ eins og kalla má þennan hóp núna.

Þegar Pútín komst til valda 1999 í kjölfar afsagnar þáverandi forseta, Boris Jeltsín, þótti hann fyrir fram ekki líklegur til að sigra í baráttunni um að verða arftaki Jeltsín. Ferilskrá hans var kannski ekki sú glæsilegasta eða áhrifamesta meðal þeirra sem voru nefndir til sögunnar sem arftakar Jeltsín. En Pútín hafði tvo ása í erminni. Annar var stuðningur leyniþjónustunnar FSB, sem náinn bandamaður hans, Nikolai Patrushev, stýrði en hinn var hæfileiki Pútín til að standa við loforð.

Boris Jeltsín. Mynd:Getty

Þetta skipti þann hóp olígarka og stjórnmálamanna sem höfðu auðgast gríðarlega á tíunda áratugnum á meðan Jeltsín var við völd miklu máli. Þeir vildu finna eftirmann Jeltsín, eftirmann sem væri líklegri til vinsælda og gæti sigrað í kosningum. En þessi eftirmaður átti einnig að geta tryggt að þessi hópur Jeltsín myndi ekki verða sóttur til saka fyrir spillingu og gæti haldið áfram að auðgast mikið, þar á meðal olígarkarnir Oleg Deripaska og Roman Abramovich. Þessi hópur, sem var svo tengdur Jeltín, er oft kallaður „fjölskyldan“ þegar rætt er um rússnesk stjórnmál.

Pútín var maðurinn sem þessi hópur valdi til verksins. Hann var vel tengdur í báða hópa, hópa olígarkanna og stjórnmálamannanna. Hann hafði verið liðsmaður sovésku leyniþjónustunnar KGB og hafði lengi starfað með Anatolij Sobchack hinum frjálslynda borgarstjóra St. Pétursborgar á tíunda áratugnum.

Myndaði bandalög

Frá aldamótum byggði Pútín upp bandalög tryggra stuðningsmanna sinna. Hluti þeirra var innan leyniþjónustustofnana og hersins en aðrir tilheyrðu hópi frjálslyndra tæknikrata en þeir héldu um stjórnvölinn í efnahagslífinu.

Olígarkar sem reyndu að blanda sér í stjórnmál eins og margir þeirra höfðu gert á valdatíma Jeltsín fengu að finna fyrir Pútín. Mikhail Khodorkovsky var stungið í fangelsi 2003 og Boris Berezovsky, sem var einn af aðalmönnunum á bak við valið á Pútín 1999, fór í útlegð til Lundúna þar sem hann lést á dularfullan hátt 2013.

Boris Berezovsky. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

Aðrir löguðu sig að kerfinu undir stjórn Pútín.

Jótlandspósturinn hefur eftir Mark Medish, sem var pólitískur ráðgjafi Bill Clinton um rússnesk málefni á tíunda áratugnum, að undir stjórn Pútín hafi olígarkarnir fengið einkarétt á ýmsu á sviði ríkisins og hafi geta farið þjófshendi um sameiginlegar eignir þjóðarinnar en pólitísk áhrif þeirra hafi verið og séu takmörkuð. Þeir komi yfirleitt ekki að málum þegar öryggismál eru tekin til umræðu.

Af þessum sökum er erfitt að sjá að olígarkarnir og aðrir rússneskir auðmenn, sem verða illa fyrir barðinu á refsiaðgerðum Vesturlanda, geti skipulagt einhverja andstöðu og aðgerðir gegn stefnu Pútín í málefnum Úkraínu.

Gríðarleg spilling

Rússland er spilltasta landið í Evrópu en á heimsvísu er það í 136. sæti af 180.

Áratugum saman hafa olígarkar og stjórnmálamenn í innsta hring Pútín sópað til sín gríðarlegum auðæfum í skjóli hans og víðtækrar spillingar.

Talið er að Pútín hafi sjálfur sankað að sér allt að 200 milljörðum dollara.

Rússnesk rannsókn leiddi í ljós að spillingin gerir að verkum að innkaup hins opinbera eru að jafnaði 22,5% dýrari en ella og er árlegur kostnaður vegna þess talinn vera um 90 milljarðar dollara á ári.

Völdin hafa flust til

Allt frá því að Rússar hernámu Krím 2014 og innlimuðu í Rússland hafa völdin flust til á milli fyrrnefndar hópa sem komu Pútín til valda. Tæknikratarnir eru þó ekki alveg horfnir af sjónarsviðinu og má þar nefna að Mikhail Mishustin er forsætisráðherra og Elvira Nabiullina er seðlabankastjóri. En þau hafa mun minni áhrif en fyrirrennarar þeirra.

Leyniþjónustustofnanir hafa fengið meiri völd til að geta barið á stjórnarandstöðunni og óháðum fjölmiðlum og olígarkar, sem tengjast Pútín og FSB nánum böndum, hafa náð betri fótfestu. Meðal þeirra er Igor Sechin forstjóri Rosneft olíufélagsins. Hann kom því til leiðar að Aleksej Ulyukaev, efnhagsráðherra, var stungið í fangelsi 2016. Það þótti senda skýr skilaboð um að „stríðsherrarnir“ færu nú með stjórn efnahagsmála.

Igor Sechin. Mynd:Wikimedia Commons

En þessi hópur virðist svo sannarlega hafa misreiknað sig varðandi Úkraínu. Hann reiknaði með að það tæki örskamma stund að sigra úkraínska herinn og koma leppstjórn til valda. Pavel Luzin, stjórnmálafræðingur, sagði í grein í The Insider að áætlun hópsins hafi gengið út á að sigra Úkraínumenn á mjög skömmum tíma, líklega tveimur dögum, og blóðsúthellingar yrðu ekki miklar og núverandi valdhöfum yrði steypt af stóli og „vilji almennings“ látinn ráða um stjórn landsins.

Eins og kunnugt er þá hefur þetta ekki gengið eftir og Rússar hafa orðið fyrir miklu manntjóni í stríðinu auk þess sem umheimurinn hefur brugðist harkalega við og standa þeir nú nær vinalausir á alþjóðavettvangi. „Stríðsherrarnir“ vanmátu þennan þátt líklega en samt sem áður mun þetta væntanlega ekki hafa áhrif á stöðu Pútín, hann hefur alltof sterk tök á „kerfinu“ til að svo fari.

Þetta eru helstu „stríðsherrarnir“

Nikolai Patrushev er sjötugur og hefur verið yfirmaður öryggisráðs Pútín síðan 2008. Hann og Pútín urðu vinir í St. Pétursborg og er Patrushev talinn einn tryggasti bandamaður Pútín.

Nikolai Patrushev. Mynd:Rússneska utanríkisráðuneytið/Facebook

 

 

 

 

 

 

 

Sergei Shoigu er 66 ára og gegnir embætti varnarmálaráðherra og hefur gert síðan 2012. Hann hefur engan bakgrunn innan hersins og tilheyrir engum minnihlutahópi. Af þeim sökum er auðvelt að hafa stjórn á honum.

Sergei Shoigu. Mynd:Kreml.ru

Alexander Bortnikov er sjötugur og er yfirmaður leyniþjónustunnar FSB. Hann og Pútin hafa verið vinir um langa hríð. Bortnikov er almennt talinn frekar litlaus embættismaður með náin tengsl við rússneska fjármálaheiminn.

Alexander Bortnikov. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Valery Gerasimov er 66 ára og yfirmaður herráðsins. Hann er sagður lausnamiðaður og góður í að finna nýjar leiðir. Erfiðleikarnir í stríðsrekstrinum í Úkraínu eru þó sagðir hafa skaðað orðspor hans töluvert.

Valery Gerasimov. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viktor Zolotov er 68 ára og yfirmaður þjóðvarðliðsins sem hefur orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu.

Viktor Zolotov. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru helstu ráðgjafarnir

Meðal helstu ráðgjafa Pútín er Anton Vaino sem er fimmtugur. Hann hefur starfað fyrir Pútín og stjórn hans síðustu sex ár. Hann kemur úr fjölskyldu sem hefur sterk tengsl við leynilögregluna. Hann lætur lítið fyrir sér fara og er ekki talinn hafa mikil áhrif.

Anton Vaino. Mynd:Kreml.ru

 

 

 

 

 

Sergey Lavrov utanríkisráðherra er 71 árs. Hann hefur gegnt embættinu síðan 2004. Hann er almennt ekki talinn hafa mikil áhrif á ákvarðanatöku, sé frekar sendiboði Pútín.

Sergey Lavrov. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru helstu olígarkarnir

Igor Sechin er forstjóri Rostnef olíufélagsins og valdamesti olígarki landsins. Hann er 61 árs, var áður liðsmaður KGB og aðstoðarmaður Pútín í borgarstjórn St. Pétursborgar.

Igor Sechin. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arkady Rotenberg er sjötugur æskuvinur Pútín. Hann og bróðir hans, Boris, hafa auðgast gífurlega undir tryggum verndarvæng Pútín.

Arkady Rotenberg. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helstu tæknikratarnir

Mikhail Mishustin er 56 ára og gengir embætti forsætisráðherra.  Hann gat sér gott orð sem yfirmaður skattsins. Hann þarf að halda hlutunum gangandi nú þegar Rússar eru beittir miklu efnahagsaðgerðum.

Mikhail Mishustin. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

 

Elvira Nabiullina er 58 ára og er seðlabankastjóri. Hún þykir hafa staðið sig vel við að stýra bankanum í gegnum erfiðleika vegna refsiaðgerða alþjóðasamfélagsins eftir hernám Krím. Nú bíður hennar enn stærra verkefni.

Elvira Nabiullina. Mynd:Wikimedia Commons
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki