fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Er þetta merki um reiði Pútín? Herforingjar og leyniþjónustumenn handteknir og reknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. mars 2022 05:28

Sergey Beseda er yfirmaður FSB. Mynd:FSB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiða má líkum að því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé mjög ósáttur við gengi rússneska innrásarliðsins í Úkraínu en því fer víðs fjarri að hernaður Rússa hafi gengið eins og lagt var upp með. Það hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að líklega hafi Pútín ekki fengið réttar upplýsingar um getu rússneska hersins og varnarmátt Úkraínumanna áður en hann gaf fyrirmæli um innrás. Nú virðist sem hann sé farinn að láta reiði sína í ljós að minnsta kosti er búið að handtaka háttsetta menn innan leyniþjónustunnar og víkja herforingjum frá störfum.

Á föstudaginn var Sergei Beseda, yfirmaður erlendrar deildar FSB leyniþjónustunnar, handtekinn og settur í stofufangelsi ásamt staðgengli sínum Anatoly Bolyukh. Þetta kemur fram í skrifum tveggja rússneskra rannsóknarblaðamanna fyrir hugveituna Center for European Policy Analysis (Cepa). Fram kemur að mennirnir séu sakaðir um að hafa misfarið með fé sem var eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og að hafa skilað lélegum stöðuskýrslum fyrir innrásina.

The Times hefur sömu sögu að segja og hefur eftir heimildarmönnum. Þar á meðal eftir Vladimir Osechkin, sem er rússneskur baráttumaður fyrir mannréttindum, sem er í útlegð í Frakklandi. Hann segir að FSB hafi gert húsleit hjá tuttugu liðsmönnum leyniþjónustunnar en þeir eru grunaðir um að hafa rætt við fjölmiðla.

Cepa segir að Beseda hafi borið ábyrgð á upplýsingaöflun um Úkraínu fyrir innrásina. FSB starfar aðeins innanlands, það er að segja opinberlega, en í lok tíunda áratugarins, þegar Pútín var yfirmaður FSB, var fimmtu deildinni komið á laggirnar innan leyniþjónustunnar en verkefni hennar er að starfa í ríkjum sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. FSB hefur síðan tekið þátt í að berja mótmæli almennings niður og tryggja áhrif Rússa í ríkjum sem áður voru hluti af Sovétríkjunum.

En það er ekki bara innan leyniþjónustunnar sem hreinsanir virðast hafnar því á fimmtudaginn sagði Oleksiy Danilov, yfirmaður úkraínska öryggisráðsins, að „um átta“ rússneskir herforingjar hafi verið reknir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar. Vestrænar leyniþjónustustofnanir hafa ekki staðfest þetta en hugsanlega má tengja þetta við breyttar bardagaaðferðir rússneska hersins sem hefur nú umkringt fleiri borgir og bæi og hert árásir sínar á þá. Sprengjum er látið rigna yfir bæi og borgir án tillits til hvort um hernaðarleg skotmörk er að ræða eður ei.

Institute for the Study of War segir að Pútín virðist vera að hreinsa til meðal æðstu yfirmanna hersins og leyniþjónustunnar og endurskipuleggja hernaðinn í Úkraínu og gera ráð fyrir miklu lengri hernaðaraðgerðum en reiknað var með í upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi