Skemmdir voru unnar á húsnæði í vesturhluta borgarinnar síðdegis í gær, grunur leikur á að skemmdarvargurinn hafi ætlað að komast inn í húsið.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna en því til viðbótar reyndist hann vera sviptur ökuréttindum.
Ekið var á kyrrstæða bifreið í austurhluta borgarinnar skömmu eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um málsatvik liggja ekki fyrir á þessari stundu.
Á níunda tímanum var einn handtekinn vegna slagsmála í heimahúsi í austurborginni. Málsatvik eru nokkuð óljós að því er segir í tilkynningu lögreglunnar en málið er í rannsókn.