fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Þess vegna er gler góður kostur

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 13. mars 2022 14:48

Gler hefur marga góða eiginleika og býr yfir fjölmörgum kostum. Mynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gler hefur marga góða eiginleika og býr yfir fjölmörgum kostum. Gler er búið til úr sandi, kalki og sóda (natróni) og kostir þessara blöndu eru mjög góðir.

Helstu kostir glers eru:

  • Hefur ekki áhrif á bragðskyn
  • Drekkur ekki í sig spilliefni
  • Gefur ekki frá sér spilliefni
  • Er lyktarlaust
  • Auðvelt að þrífa
  • Er besta geymsluílátið sem völ er á fyrir matvæli og drykki

Gler bráðnar við 1500 gráðu hita sem drepur hvers kyns bakteríur og brennir upp hættuleg efni sem hafa náð að festast við yfirborð þess.  Staðreyndin er sú að glerílát, eins og krukkur og flöskur eru margfalt betri valkostur fremur en plastílát vegna alls þessa.

Flaska úr margnota gleri er notuð allt að 50 sinnum áður en hún er brædd. Endurvinnsluhlutfall glers er mjög hátt eða yfir 80-90% og er þar fremst í flokki endurvinnanlegra hráefna og vel það. Kosturinn við glerið er að hægt er að vinna endalaust nýtt gler úr gömlu.  Engin efnahvörf verða á milli umbúða og innihalds glers.

Hægt er að gera enn betur með því að nýta gler í meiri mæli, það er meðal annars hægt með því að auka vægi drykkjarfanga í gleri. Hér áður fyrr voru glerflöskur fremstar í flokki fyrir drykkjarföng og ýmis matvæli. Kannski væri lag að taka það aftur til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna