fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Úkraínumenn í Kyiv búa sig undir bardaga sem gæti orðið blóðugur

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. mars 2022 13:29

Úkraínumenn undirbúa sig fyrir innrás Rússa í höfuðborgina - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn hefur undanfarnar tvær vikur nálgast Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en nú er þorri rússnesku hermannanna einungis 24 kílómetrum frá borginni. Úkraínumenn eru þessa stundina að búa sig undir að verja borgina fyrir innrásarhernum.

Ljóst er að bardaginn gæti orðið virkilega blóðugur. Í viðtali við BBC sagði úkraínski stjórnmálamaðurinn Sviatoslav Yurah að orrustan um Kyiv gæti orðið í líkingu við orrustuna í Stalíngrad en tæpar tvær milljónir manna létust í þeirri orrustu. Orrustan um Stalíngrad var sú blóðugasta í allri seinni heimstyrjöldinni.

Sovétmenn sigruðu orrustuna í Stalíngrad en Yurah varar Rússana við að Kyiv verði þeim að falli – líkt og Stalíngrad varð nasistunum í síðari heimsstyrjöldinni.

„Þetta er risastór borg með milljónum borgara og ef Rússarnir reyna að koma inn í hana þá fá þeir heljarinnar bardaga,“ sagði Yurah í viðtalinu við BBC.

Rose Gottemoeller, fyrrum staðgengill framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, ræddi einnig við BBC um stríðið í Úkraínu og komandi innrás Rússa í Kyiv. Gottemoeller er skeptísk á að rússneski herinn nái miklum árangri með því að ráðast beint inn í höfuðborgina.

„Ég velti því fyrir mér hvort þeir eigi möguleika á að hópa sig aftur saman á þessum tímapunkti því skipulagið þeirra er í svo slæmu standi, þeir eru eiginlega ekki með eldsneytisbirgðirnar sem þeir þurfa til að ráðast á Kyiv,“ sagði Gottemoeller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri
Fréttir
Í gær

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála
Fréttir
Í gær

Eldri hjón lentu í tugþúsunda kostnaði og eru reið sýslumanni

Eldri hjón lentu í tugþúsunda kostnaði og eru reið sýslumanni