fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Lúxussnekkjan sem eyddi síðasta sumri á Íslandi komin í hald lögreglu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. mars 2022 10:06

Til vinstri: Lúxussnekkjan Sailing Yacht A - Mynd/Auðunn - Til vinstri: Andrey Melnichenko - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A er ein stærsta og flottasta snekkja heims en hún er í eigu rússneska auðjöfursins og ólígarksins Andrey Melnichenko.

Snekkjan er 143 metra löng og metin á 530 milljónir evra, það eru tæpir 72 milljarðar í íslenskum krónum. Þá er snekkjan um 13 þúsund tonn að þyngd en hún getur tekið við 60 gestum. Í henni er stór sundlaug og þyrlupallur.

Andrey Melnichenko er með ríkustu mönnum Rússlands. Árið 2021 greindi Forbes frá því að Melnichenko væri metinn á 19,8 milljarði dala, það eru um 2.630 milljarðar í íslenskum krónum. Þessi 50 ára gamli auðjöfur er því sjöundi ríkasti maður Rússlands.

Frá Íslandi til lögreglunnar í Ítalíu

Flestir Íslendingar kannast eflaust við snekkjuna sem um ræðir enda eyddi hún dágóðum tíma í kringum strendur Íslands um sumarið í fyrra. Snekkjan mætti til Akureyrar í apríl og sigldi svo um landið fram á sumar.

Nú hefur er snekkjan stödd í Ítalíu en þar lagði ítalska fjármálalögreglan hald á hana. Um er að ræða lið í refsiaðgerðum gegn rússneskum auðjöfrum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Greint var frá þessu í tilkynningu frá skrifstofu ítalska forsætisráðherrans.

Snekkja Melnichenko er ekki það eina sem ítalska lögreglan hefur lagt hald á vegna stríðsins í Úkraínu. Í síðustu viku lagði hún hald á fleiri snekkjur en einnig fjölmörg húsnæði. Eigurnar sem lagt var hald á eru í eigu 5 rússneskra ólígarka sem hafa tengsl við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“