Landsréttur dæmdi í dag Seðlabanka Íslands til þess að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,7 milljónir króna í bætur í tengslum við sekt sem Seðlabankinn lagði á hann vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Ekki var til staðar viðhlítandi lagaheimild fyrir álagningu sektarinnar og því var gjörningurinn bótaskyldur. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 306 milljóna bótakröfu Samherja.
Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms staðfestur en auk þess var Seðlabankinn dæmdur til að greiða Þorsteini Má þrjár milljónir í málskostnað.
Samherji krafðist bóta vegna kostnað sem fyrirtækið hafi orðið fyrir vegna málsins og vóg þar launakostnaður þyngst vegna aðila sem unnu að málinu fyrir hönd Samherja. Meðal annars hefur komið fram í þeim kostnaði hafi verið 131 milljón króna greiðsla til Jóns Óttars Ólafssonar, ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sem að var meðlimur svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja.