fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Rottur og mávar sækja í rusl sem safnast endurtekið upp við gistiheimili á Flókagötu – „Hryllingur“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 11. mars 2022 16:58

Frá því á föstudag þegar búið var að safna ruslinu saman í stærri poka og setja út á stétt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í nágrenni við gistiheimilið að Flókagötu 5 í Reykjavík eru löngu komnir með nóg af rusli sem endurtekið safnast upp á lóð gistiheimilisins og kalla eftir aðgerðum.

Í morgun var myndum af rusli við gistiheimilið deilt í Facebookhópi íbúa í Norðurmýri sem Flókagata tilheyrir og fékk DV leyfi til að birta myndirnar.

Þar kemur fram að í fyrradag hafi ruslapokar verið um alla lóðina en síðan hafi einhver safnað þeim saman í stærri poka og sett út á stétt.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er svona fyrir utan þetta gistiheimili,“ segir einn í hópnum.

„Hryllingur – hvetjum eiganda til að sýna ábyrgð og koma þessu á Sorpu strax ! Okkar hverfi er ekki ruslahaugur,“ segir annar.

Nágrannar hafa endurtekið, yfir langt tímabil, kvartað undan rusli sem þarna safnast endurtekið saman og sent kvartanirnar til Reykjavíkurborgar, heilbrigðiseftirlitsins og lögreglunnar – en ekkert virðist bera árangur.

Ruslið komið út á stétt í morgun.

En þó að í þetta skiptið hafi ruslið verið í pokum eru eldri dæmi um að á lóðinni hafi verið gamalt klósett, gömul reiðhjól sem var búið að taka í sundur og matarleifar í engum umbúðum.

Einn íbúinn segist síðan hafa tekið eftir bæði rottum og mávum sem sæki í ruslið á lóðinni.

Mynd af rusli á lóð Flókagötu 5 tekin haustið 2020.

DV hefur sent heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrirspurn vegna málsins og verða svörin birt þegar þau berast.

Þegar þessar línur eru ritaðar er búið að fjarlægja ruslapokana sem sjást á myndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“