fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Ingibjörg Gréta sækist eftir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni

Eyjan
Föstudaginn 11. mars 2022 14:12

Ingibjörg Gréta Gísladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Gréta Gísladóttir, nýsköpunarfræðingur og leikkona gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars næstkomandi.

„Ég vil vinna að betra borgarsamfélagi, snjallvæða þjónustu borgarinnar á hagkvæman hátt, efla atvinnu-, lista- og menningarlíf, vinna að velferðarmálum og einfalda allt regluverk og gjöld. Þá vil ég stuðla að hagkvæmri íbúðauppbyggingu svo ungt fólk komist að heiman. Síðast en ekki síst vil ég taka á rekstri borgarinnar,“ segir Ingibjörg Gréta sem vill opna nýsköpunartækifæri borgarinnar fyrir háskólum og fyrirtækjum, gera sem flestum kleift að taka þátt í snjallvæðingu borgarinnar.

„Mér hugnast að gera borgina að kraumandi nýsköpunarborg til að auðvelda alla snertifleti borgarbúa við borgina. Það er nú þegar til töluverð þekking á snjöllum lausnum sem auðvelt er að nýta inn í borgarkerfið,“ segir hún.

Þá vill Ingibjörg Gréta leggja sitt að mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á, setja fólk í fyrsta sæti, taka tillit til fjölbreyttra aðstæðna og áherslna borgarbúa. Hún segir að borgarbúar eigi að fá afbragðs þjónustu yfir sitt lífsskeið, að allir snertifletir íbúa við borgina verði áreynslulausir og gagnsæir. Það þýði að börn komist inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur til þjónustu við eldri borgara sem geta nýtt þau úrræði sem að sjálfsögðu eigi að vera til staðar. Að borgarbúar fari ekki bónleið til búðar þegar óskað er eftir þjónustu.

Ingibjörg Gréta er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, á tvö uppkomin börn og hund. Síðustu ár hefur hún unnið sem sjálfstætt starfandi verkefnastjóri bæði fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri, hótelstjóri og leikkona. Hún hefur snert flesta þjónustufleti borgarinnar og hlakkar til að leggja sitt að mörkum í þágu borgarbúa fái hún til þess brautargengi í prófkjörinu 18. og 19. mars næstkomandi.

„Ég vil búa í fjölbreyttu samfélagi sem tekur vel á móti fólkinu sínu. Þessvegna býð ég fram krafta mína með þessar áherslur í farteskinu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur