fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fókus

Ráð Kim Kardashian til kvenna í viðskiptalífinu harðlega gagnrýnd – Fyrrverandi starfsmenn stíga fram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. mars 2022 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sætir nú harðri gagnrýni eftir að hún deildi ráðum til kvenna á framabraut í viðskiptaheiminum, en ráðin fóru eins og eldur í sinu um netheima.

Kim var á dögunum í viðtali hjá Variety ásamt systrum sínum, Khloé og Kourtney og móður þeirra, Kris Jenner. Þær fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um viðskiptaveldi sitt.

Variety birti stutt brot úr viðtalinu þar sem Kim deildi „besta ráðinu sem ég hef fyrir konur í viðskiptalífinu.“

„Standið fokking upp og farið að vinna. Það er eins og engan langi til að vinna þessa dagana,“ sagði hún.

„Þú verður að umkringja þig fólki sem vill vinna. Passa að vinnuumhverfið sé gott þar sem allir elska það sem þeir eru að gera. Ekki eitrað vinnuumhverfi.“

Ekki leið á löngu þar til umrætt myndskeið vakti athygli á samfélagsmiðlum. Netverjar voru fljótir að benda á að Kim, þrátt fyrir að hún hafi ekki alltaf verið eins rík og notið jafn mikillar velgengni og núna, þá hafi hún notið mikilla forréttinda frá fæðingu. Kim er dóttir Robert Kardashian heitins, lögfræðings sem var hvað frægastur fyrir að vera einn af fjórum verjendum ameríska ruðningsmannsins O.J. Simpson þegar hann var ákærður fyrir morð í einu frægasta bandaríska dómsmáli allra tíma.

Þó viðskiptaveldið hafi ekki verið brot af því sem það er núna þá hafði fjölskyldan nóg á milli handanna þegar Kim var að alast upp og segja nú margir netverjar Kim hafi fengið „forskot í lífinu“ og ætti því ekkert með að vera að lesa yfir almenningi um hvernig skuli ná árangri.

Sjáðu nokkur tíst hér að neðan.

Leikkonan og aktívistinn Jameela Jamil gagnrýndi einnig ummæli Kim.


Celene Zavala, sem starfar nú sem dagskrárstjóri hjá CNN+, var launalaus nemi (e. intern) hjá Kim.

Skjáskot/Twitter.

Höfundurinn og gagnrýnandinn Jessica DeFino er einnig fyrrverandi starfsmaður Kim, hún vann við smáforrit Kim Kardashian árið 2015. Hún greinir frá því að  á þeim tíma hafi hún vart haft efni á því að setja bensín á bílinn til að komast í vinnuna og var þar að auki skömmuð fyrir að sinna lausamennsku á vinnustað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“
Fókus
Í gær

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gellur landsins í trylltu stuði

Gellur landsins í trylltu stuði