fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Segir að Pútín hafi misreiknað sig illilega – „Ég held að hér hafi orðið ákveðin vatnaskil“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. mars 2022 07:58

Pútín er hér líkt við blóðsugu á mótmælaspjaldi í Póllandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, setti markmið of hátt með innrásinni í Úkraínu og þessi „viðbjóðslega aðgerð mun verða honum að falli“.

Þetta sagði Christopher Steele, fyrrum yfirmaður Rússlandsdeildar bresku leyniþjónustunnar MI6, í viðtali við Sky News í gærkvöldi.

Steele var starfsmaður MI6 í rúmlega tuttugu ár og stýrði aðgerðum leyniþjónustunnar í Rússlandi á árunum 2006 til 2009.

Hann sagði að alþjóðasamfélagið muni aldrei hleypa Pútín inn aftur og að stjórn hans muni að lokum falla vegna innrásarinnar. „Ég sé ekki að hann muni lifa þetta af til lengri tíma litið. Ég held að hér hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ sagði Steele.

„Aðgerð af þessari stærð er umfram getu Rússa . . . Ég tel að hér hafi Pútín misreiknað sig illilega,“ sagði hann einnig.

Hann varaði einnig við því að slælegur árangur Rússa í stríðinu geti orðið til þess að Pútín fyrirskipi hersveitum sínum að beita enn meira ofbeldi og „handahófskenndum drápum“.

Hvað varðar hugsanleg endalok Pútín á forsetastóli sagði Steele að einræðislegur stjórnunarstíll hans geti komið í bakið á honum og að almennir borgarar og olígarkar muni finna fyrir refsiaðgerðum Vesturlanda og það auki líkurnar á að þeir snúist gegn Pútín.

„Vandinn við einræðisstjórn, eins og hann stýrir, er að gagnrýni eða umræður eru ekki leyfðar og það endar með að þú færð slæma ráðgjöf og heyrir bara það sem þú vilt heyra frá ráðgjöfum þínum. Þegar lífsskilyrði fólks byrja að versna munu mótmæli á götum úti færast í aukana í Moskvu, St. Pétursborg og fleiri borgum. Ég held að það muni eiga hlut að tilraun elítunnar til að losna við Pútín þegar þar að kemur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“