fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Djöfladýrkendurnir í Fall River – Carl sagði sig Satan og krafðist mannfórna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 13. mars 2022 19:44

Lögreglumynd af Carl Drew

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta líkið í bænum Fall River í Massachusetts í Bandaríkjunum fannst 13. október árið 1979.  Það var af af hinni  17 ár gömlu Doreen Levesque. Hún hafði flúið af fósturheimili og stundaði vændi. Hendur hennar voru bundnar, hún hafði verið stungin margsinnis í höfuðið, misþyrmt kynferðislega á skelfilegan hátt og að lokum grýtt til dauða. Lík hennar fannst undir stúku á íþróttvelli menntaskóla. Við krufningu var það álit meinafræðings að um fleiri en einn geranda hefði verið að ræða. Lögregla stóð uppi ráðalaus. Ekki fannst nein ástæða fyrir verknaðinum og engin vitni voru til staðar. 

Doreen Levesque

Djöflatrúarsöfnuðurinn

Mánuði síðar kom tilkynnti Andy Maltais um hvarf hinar 22 ára Barböru Raposa. Barbara var einstæð móðir og stundaði vændi til að kosta fíkniefnaneyslu sína. Hún fannst helfrosin þann  26. janúar 1980 í skógi rétt utan við bæjarmörkin. Lík hennar lá á steinum sem hafði verið raðað upp sem einskonar altari.  Hún hafði einnig verið bundin og grýtt. Það var augljóst að um sömu morðingja var að ræða.  

Carl Drew

Innan undirheima Falls River gekk sú saga ljósum logum að morðin væru tengd djöflatrúarsöfnuði sem blómastaði meðal vændiskvenna og melludólga bæjarins. Skrattinn sjálfur réði þar ríkjum og krefðist reglulega fórna í formi ungra kvenna.

Andy Maltais , sem var dæmdur barnaníðingur, nauðgari og sadisti, sagði lögreglu að hann væri þess fullviss að morðið á Barböru væri tengt djölfadýrkendasöfnuðinum. Sjálfur hefðu þau Barbara verið virkir þátttakendur en hann hefði aftur á móti ,,frelsast” nýverið og látið af illmennsku og glæpum, að eigin sögn. Maltais sagði einnig fyrsta fórnarlambið, Doreen Levesque, hafa verið þáttakanda í djöfladýrkuninni. 

Góðkunningi lögreglunnar

Yfirvöld höfðu lengi heyrt sögusagnir um djöflatrúarsöfnuðinn en lagt lítinn trúnað á þær. Nú lögðu yfirvald aftur á móti betur við eyra. Leiðtogi safnaðarins var sagður vera 26 ára melludólgur og sadisti að nafni Carl Drew. Carl var það sem nefna má góðkunningi lögreglunnar og hafði verið viðriðinn alls kyns glæpastarfsemi allt frá 14 ára aldri. Drew var nú kominn á þann stað í sínum glæpaferli að stjórna undirheimum Falls River með harðri hendi og hikaði ekki við að beita fólk skelfilegu ofbeldi ef svo lá á honum.

Robin Murphy

Önnur nöfn poppuðu reglulega upp við rannsókn lögreglu. Robin Murphy, 17 ára vændiskona og afkastamikill hórmangari og elskhugi hennar, hin 22 ára Karen Marsden, einnig vændiskona. Hafði Andy Maltais sagt báðar stúlkurnar vera í slagtogi við djöfladýrkendahóp Carls Drew

..Svartar messur“

Andy Maltais

Við yfirheyrslu sagði Karen Marsden að að Carl Drew fullyrti að hann væri Satan. Hann hefði komið sér upp um 10 manna hópi fylgjenda sem trúði því staðfastlega Carl væri skrattinn sjálfur. Hópurinn hafði haldið reglulega ,,svartar messur” í skógi fyrir utan bæinn sem aðallega snerust um kynlíf, eiturlyfjaneyslu og áköll til djöfulsins og hans ára. Með tímanum varð boðskapur Carl aftur á móti orðið svartari, hann fór að tala tungum, kalla upp djöfla og krefjast mannfórna. Doreen Levesque var fyrsta fórnarlambið en Karen þverneitaði að staðfesta að Carl hefði verið verki. Hún sagði aftur á móti að Carl hefði hótað henni að sprauta sýru í æðar hennar, drepa og senda sál hennar til helvítis, ef hún myndi nokkurn tíma svíkja hann. Lögregla bauð Karen vitnavernd en hún hafnaði henni með þeim orðum að ef hún dæi myndi lögregla vita hverjum væri um að kenna. Karen Marsden hvarf daginn eftir en sex mánuðum síðar fannst höfuðkúpa hennar. Ein önnur vændiskona, Carol Fletcher, kom þá á fund lögreglu og sagði Drew og Murphy bera ábyrgð á dauða Marsden.

Hræðilegar pyntingar

Karen Marsden vildi losna. Hún varð því að deyja.

Robin var aftur kölluð til yfirheyrslu og nú var gengið hart að henni að segja sannleikann. Hún sagði hópinn hafa hist í skóginum í fullu tungli og stundað pyntingar á einhverri stúlknanna. Pyntingarnar urðu að morðum og kvaðst Murphy hafa verið viðstödd bæði morðin á Dorothy Levesque og Barböru Raposa. Andy Maltais hafði myrt þær og sagðist Murphy vilja vitna gegn Maltais gegn því að öllum ákærum á hendur henni um morðin yrðu látin niður falla. Hún viðurkenndi að hafa tekið þátt í morðinu á Marsden. Karen Marsden hafði orðin svo skelfingu lostin eftir morðin á Levesque og Rabosa að hún vildi yfirgefa hópinn. Með því að tilkynna það á samkomu í skóginum innsiglaði hún dauðadóm sinn. Marsden þurfti að þola hræðilega pyntingar fyrir dauða sinn. Neglurnar voru rifnar af henni, hún var grýtt og Drew hálsbraut hana áður en hann lét sinn tryggasta fylgismann, Robin Murphy, skera hana á háls. Því næst merkti hann fylgismenn sína með blóði Marsden með því að setja ,,X” á enni þeirra. Því næst var höfuðið skorið af Karen Marsden og sparkað á milli ,,safnaðarmeðlima”, þeim til skemmtunar.

Réttarhöldin

Réttarhöld fóru fram árið 1981. Robin Murphy játaði sinn þátt í morðinu á Karen Marsden og fékk lífstíðardóm, með möguleika á skilorði eftir 20 ár, gegn því að bera vitni gegn Carl Drew. Drew var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið Karen Marsden. Andy Maltais var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Barböru Raposa. Ekki tókst að sanna á afgerandi hátt hver hefði myrt Doreen Levesque og hefur aldrei neinn hlotið dóm fyrir hið hrottalega morð á henni. 

Robin Murphy árið 2017.

Árið 2004 fékk Robin Murphy skilorðsbundna lausn en hún braut skilorð og fór í fangelsi ári síðar og dvelur hún þar enn. Hún hefur dregið framburð sinn til baka og kveðst ekkert vita um morðin.

Höfuðpaurinn? 

 Falls River djöfladýrkendurnir hafa löngum vakið forvitni og hafa margir grafið upp gömul skjöl og talað við vitni. Niðurstaða margra er að sanni stjórnandi djöfladýrkunarhringsins og sú sem fyrirskipaði morðin hafi einmitt verið hin 17 ára Robin Murphy og sumir dómar málsins einfaldlega rangir. Til að mynda hefur verið bent á að Andy Maltais hafi tilkynnt Raposa týnda og tengt hvarf hennar við djöfladýrkendurnar. Einnig að Maltais níddist kynferðislega á Murphy sem barni sem kann að hafa verið ástæða fyrir Murphy að bendla hann við morð.

Margir telja að mun fleiri hafi tekið þátt i þessum söfnuði Satans og hafa fundist fjöldi muna í skóginum sem benda til stærri samkoma. Og hugsanlega fleiri dauðdaga.

En það er morgunljóst að samfélag manna er öruggara með Falls River djöfladýrkendurna á bak við lás og slá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024