fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Maður með óútskýrðar tekjur upp á 23 milljónir sakfelldur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 14:30

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður með íslenska kennitölu, fæddur árið 1985, hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda ræktun og sölu á kannabis auk peningaþvættis. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. mars.

Var hann sakaður um að hafa haft í fórum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, vel á áttunda kíló af kannabis, 2,5 kg af kannabislaufum, yfir 400 kannabisplöntur og fleira.

Fundust efnin annars vegar í íbúðum í Reykjavík og hins vegar í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir peningaþvætti því rannsókn á fjárreiðum hans leiddi í ljós óútskýrðar tekjur upp á rúmlega 23 milljónir á árunum frá 2019 til 2021.

Maðurinn játaði öll brotin undanbragðalaust en hann hefur ekki fengið dóm áður. Var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, látinn sæta upptöku á efnum og ýmsum tækjum, sem og upptöku á peningum upp á tæplega þrjár milljónir. Þá þarf hann að greiða um tvær og hálfa milljón í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi