fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Maður með óútskýrðar tekjur upp á 23 milljónir sakfelldur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 14:30

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður með íslenska kennitölu, fæddur árið 1985, hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda ræktun og sölu á kannabis auk peningaþvættis. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. mars.

Var hann sakaður um að hafa haft í fórum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, vel á áttunda kíló af kannabis, 2,5 kg af kannabislaufum, yfir 400 kannabisplöntur og fleira.

Fundust efnin annars vegar í íbúðum í Reykjavík og hins vegar í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir peningaþvætti því rannsókn á fjárreiðum hans leiddi í ljós óútskýrðar tekjur upp á rúmlega 23 milljónir á árunum frá 2019 til 2021.

Maðurinn játaði öll brotin undanbragðalaust en hann hefur ekki fengið dóm áður. Var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, látinn sæta upptöku á efnum og ýmsum tækjum, sem og upptöku á peningum upp á tæplega þrjár milljónir. Þá þarf hann að greiða um tvær og hálfa milljón í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum