fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Segja vaxandi hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 05:06

Áætlun var til um kjarnorkuárás á Danmörku. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn hafa sagt að ástæða sé til að hafa áhyggjur af hugsanlegri notkun Rússa á kjarnorkuvopnum í Úkraínu í reiði sinni yfir lélegu gengi rússneska innrásarhersins sem hefur mætt gríðarlega harðri mótspyrnu úkraínskra varnarsveita. Óttast er að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, geti gripið til þess örþrifaráðs að beita litlum kjarnorkusprengjum í reiði sinni.

Þetta kom nýlega fram í Daily Mail. Í fyrradag kom William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrir bandaríska þingnefnd og þar sagði hann að samkvæmt hernaðarkenningum Rússa sé gert ráð fyrir notkun lítilla kjarnorkusprengja á vígvellinum. Mirror skýrir frá þessu.

Fram kemur að Burns hafi sagt að samkvæmt rússneskum hernaðarkenningum sé gert ráð fyrir að átök séu stigmögnuð til að úr þeim dragi og því telji hann hættu á að líkurnar á beitingu kjarnorkuvopna aukist ef miðað er við rússnesku hernaðarkenningarnar.

Fyrrum embættismaður í Hvíta húsinu, sem þekkir vel til kjarnorkuvopnamála Rússa, sagði í samtali við Defense One að hætta á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum fari vaxandi. Sérstaklega í því ljósi að Pútín hafi ekki sömu viðhorf til slíkra vopna og Bandaríkin eða ráðamenn í fyrrum Sovétríkjunum. Hann sagði að Pútín líti á kjarnorkuvopn sem „stríðstól“ og að Rússar eigi slík vopn sem eru hluti af áætlunum þeirra um stríðsrekstur á meðan Bandaríkin eigi slík vopn til að koma í veg fyrir stríð.

Hann sagði að hættan á beitingu kjarnorkuvopna fari vaxandi „sérstaklega af því að stríðsreksturinn í Úkraínu gengur illa“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi