Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á hrottalegri líkamsárás sem varð fyrir utan skemmtistaðinn 203 um síðustu helgi. Réðust þá þrír menn á einn ungan mann og stungu hann meðal annars með skrúfjárni í bakið. Maðurinn þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir árásina en hefur nú verið útskrifaður.
Myndband af árásinni var í umferð á samfélagsmiðlum um og upp úr síðustu helgi. Tilkynning lögreglu um málið er eftirfarandi:
„Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 6. apríl, á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni aðfaranótt sl. laugardags.
Rannsókn málsins miðar vel.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“