fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Sigurður Hólm stendur fastur á sínu – „Svo gleymist að benda á hið augljósa“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 9. mars 2022 15:49

Sigurður Hólm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hólm Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður á skammtímaheimili fyrir unglinga hjá Barnavernd Reykjavíkur, heldur fast við sína skýringu starfslokum hans þrátt fyrir yfirlýsingu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem segir aðra sögu.

Sigurður starfaði sem forstöðumaður á skammtímaheimilinu Hraunbergi sem hefur verið lokað og börnin vistuð á vegum einkaaðila, sem Barnavernd hefur unnið mikið með, þar til nýtt og stærra vistheimili verður tekið í notkun hjá Reykjavíkurborg.

Sjá einnig: Velferðarsvið ósammála Sigurði Hólm um starfslokin – „Ekki var hægt að tryggja öryggi og aðbúnað þeirra barna sem þar dvöldu“

„Ég sé að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að senda út tilkynningu í kjölfar yfirlýsingar minnar í gær þar sem ég segi frá því að vinnustað mínum, Hraunbergi – skammtímaheimili fyrir unglinga hafi verið lokað og fært til einkaaðila m.a. annars vegna myglu,“ segir Sigurður í nýrri Facebookfærslu en tilkynning Velferðarsviðs var í raun svar við fyrri færslu Sigurðar þó hann væri þar hvergi nefndur.

Sjá einnig: Sigurður miður sín eftir að öllum var sagt upp – Ég er hættur störfum hjá Barnavernd Reykjavíkur

Sigurður lítur svo á að yfirlýsing Velferðarráðs staðfesti í raun hans lýsingu „…en ýmsu bætt við sem stenst hvorki rök né réttlætir siðferðilega að segja fólki, með áralanga reynslu, upp skyndilega.“

Hann lýsir því ennfremur yfir að yfirlýsingin staðfesti flest sem hann hafi áður sagt „…en bætir gráu ofan á svart. Eðlilegar athugasemdir um öryggi og aðbúnað starfsmanna og íbúa valda því að fólkið sem gerði athugasemdirnar missti vinnuna sína. Flóknara er það ekki, því miður.“

Eins og áður hefur verið fjallað um í DV er velferðarsvið þó ekki sammála því að starfsfólki hafi verið sagt upp vegna þess að það gerði athugasemdir við vinnuaðstæður.

Sigurður segir hins vegar:

„1) Rétt er að aðstæður í úrræðinu voru ekki í lagi og benti ég og mínir starfsmenn reglulega á hvað þyrfti að laga. Öryggi bæði barna og starfsmanna var ábótavant og við því þurfti að bregðast. Það er skylda okkar sem vinna með börnum (Barnavernd) að tryggja öryggi þeirra. Það hefði auðvitað átt að gera með því að bæta aðbúnað á staðnum eins og Velferðarsviði ber skylda til. Ekki með fjöldauppsögn.

2) Hraunberg var skilgreint úrræði fyrir börn sem þurfa tímabundið að búa utan heimilis m.a. vegna heimilisaðstæðna. Sérstaklega var tekið fram að úrræðið væri ekki fyrir börn með alvarlega hegðunarvanda eða börn í virkri neyslu. Önnur úrræði, lögum samkvæmt, eiga að veita þeim þjónustu. Þetta kemur fram í kröfulýsingu staðarins. Í auknum mæli voru þó börn send til okkar sem þurftu mun meiri þjónustu, heilbrigðisaðstoð og jafnvel öryggisvistun. Ástæðan er sú að það er alvarlegur skortur á úrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda. Vandi barna í okkar samfélagi hefur ekki breyst sérstaklega síðustu ár og misseri. Enn er því miður fjöldi barna sem býr við óviðunandi heimilisaðstæður og þarf öruggt skjól í heimilislegu umhverfi, eins og Hraunberg var, en þau eru látin víkja fyrir börnum með fjölþættari vanda vegna þess að hið opinbera hefur ekki tryggt nægjanlegt framboð af viðeigandi úrræðum og aðstoð. Eðlileg viðbrögð væru að fjölga úrræðum en ekki fækka.

3) Talað er um að vandi hafi fylgt mönnun vegna Covid. Ætlar borgin í alvöru að bregðast við mönnunarvanda vegna heimsfaraldurs með því að leggja niður mikilvægt úrræði?

Svo gleymist að benda á hið augljósa að nokkuð var um mönnunarvanda vegna veikinda sem tengja má beint við mygluna og afleiðingar hennar. Þetta veit ég vel enda tók mitt fólk ógrynni af aukavöktum til að redda málum og ég sjálfur vann 12-16 tíma á dag nánast allan desember 2021 og þar til mér var sagt upp í febrúar 2022.

4) Rétt er að það voru gerðar faglegar og réttmætar athugasemdir við aðstæður í bráðabirgðahúsnæðinum sem starfsemin var sett í eftir að flutt var úr mygluhúsnæðinu. En í staðinn fyrir að bregðast við þeim aðstæðum og tryggja betri aðstæður og öryggi var ákveðið að leggja starfsemina niður og segja öllum upp.

5) Í yfirlýsingu Velferðarsvið er einnig fjallað um áform um nýtt og öflugra úrræði sem sé í bígerð. Þetta eru ekki nýjar fréttir. Um þessi áform hefur verið rætt við mitt starfsfólk lengi og tekið fram að verið væri að stækka Hraunbergið og þau, mínir starfsmenn, yrðu áfram hluti af þeirri þjónustu. Þetta var rætt á mörgum fundum sem hluti af framtíðarsýn sem allir voru spenntir fyrir. En af ofangreindum ástæðum verður ekkert úr þátttöku míns fólks í nýja úrræðinu, eins og lofað var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum
Fréttir
Í gær

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman