fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Lífeyrissjóður verzlunarmanna eykur réttindi sjóðfélaga verulega

Eyjan
Miðvikudaginn 9. mars 2022 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sterk staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á síðasta ári gerir mögulegt að auka réttindi sjóðfélaga verulega.  Í fréttatilkynningu kemur fram að eignir sjóðsins jukust um 188 milljarða króna á árinu, þar af voru tekjur af fjárfestingum 174 milljarðar og var raunávöxtun hans 11,5%. Heildareignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna voru 1.201 milljarður króna í lok síðasta árs og greiddu 48 þúsund sjóðfélaga iðgjöld til sjóðsins.

Þessi sterka staða hefur gert sjóðnum kleift að taka upp nokkrar breytingar sem auka réttindi sjóðfélaga. Þannig verða réttindi aukin til viðbótar þeirri 10% hækkun sem varð í nóvember 2021 og hækka lífeyrisgreiðslur um liðlega 7%. Þá má nefna að makalífeyrir er aukinn, örorkutrygging sjóðfélaga er bætt og lífeyrir verður endurreiknaður oftar en áður hjá þeim sem hafa hafið lífeyristöku og eru enn í launaðri vinnu.

 

Aukinn sveigjanleiki lífeyristöku

Upphafsaldur lífeyris verður heimilaður frá 60 ára aldri í stað 65 ára. Þannig er sveigjanleiki til töku lífeyris aukinn fyrir sjóðfélaga. Þá fela breytingarnar einnig í sér að lágmarksréttur til makalífeyris sem áður var 36 mánuðir, verður nú þannig að við bætist hálfur makalífeyrir í 24 mánuði til viðbótar.

Ævin lengist

Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í desember nýjar dánar- og eftirlifendatöflur, en um er að ræða uppfærslu á lífslíkum Íslendinga, sem hafa aukist verulega síðustu ár. Mat á lífslíkum sjóðfélaga er ein mikilvægasta forsenda útreikninga hjá lífeyrissjóðum og því mikilvægt að slíkt sé uppfært. Þannig gera nýjar spár ráð fyrir því að árið 2045 geti 67 ára karlar að jafnaði átt 20,3 ár eftir ólifuð og 67 ára konur 21,6 ár. Þetta er 15,6% lengri lífeyrisaldur hjá körlum og 10,7% lengri hjá konum miðað við fyrri útreikninga.

 

Samtals allt að 18% hækkun

Þessar breytingar hafa í för með sér að annars vegar þarf skuldbinding sjóðsins gagnvart hverjum og einum sjóðfélaga að duga lengur en áður, þ.e. fleiri mánuði (heildarskuldbinding ævilangt verður þó óbreytt). Breytingar á áunnum réttindum sjóðfélaga sem gerðar voru í nóvember 2021 og ráðgerðar eru á árinu 2022 fela það í sér að áunnin lífeyrisréttindi 65 ára og eldri munu haustið 2022 hafa hækkað samtals um 17,9% miðað við árslok 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan