fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Þýskur dómstóll segir að AfD ógni hugsanlega lýðræðinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. mars 2022 18:00

Þýska þinghúsið, Bundestag. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur dómstóll úrskurðaði í vikunni að stjórnmálaflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) geti ógnað lýðræðinu í landinu. Með þessum úrskurði er opnað fyrir heimildir þýskra leyniþjónustustofnana til að njósna um flokkinn og félagsmenn og beita til þess ýmsum úrræðum.

The Guardian segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan raða AfD væru nægilega margar vísbendingar um að flokkurinn vinni gegn stjórnarskránni.

Með þessu heimilar dómurinn að flokkurinn sé flokkaður sem flokkur þar sem grunur leikur á að hægriöfgamennska eigi rætur. Það veitir leyniþjónustustofnunum heimild til að hlera samskipti flokksmanna og nota útsendara til að laumast inn í raðir flokksins.

Leiðtogar AfD reyndu að færa rök fyrir því að flokkurinn hefði tekið afstöðu gegn helstu öfgasinnunum með því að losa sig við harðlínuvæng undir forystu Bjoern Hoecke. Dómararnir sögðu að áberandi aðilar úr harðlínuvængnum hefðu enn „mikil áhrif“ innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn